Vertu memm

Keppni

Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025

Birting:

þann

Kokkur ársins 2025

Gabríel Kristinn Bjarnason

Í dag fór fram úrslitakeppnin um titilinn Kokkur ársins 2025. Keppnin hófst klukkan 09:00 í morgun og lauk klukkan 16:30. Að lokinni keppni fór verðlaunaafhending fram í Bjórgarðinum, þar sem úrslitin voru kunngjörð.

1. sæti – Gabríel Kristinn Bjarnason

2. sæti – Wiktor Pálsson

3. sæti – Ísak Aron Jóhannsson

Kokkur ársins 2025

Frá vinstri: Þórir Erlingsson forseti KM, Ísak Aron Jóhannsson, Gabríel Kristinn Bjarnason, Wiktor Pálsson og Dennis Rafn yfirdómari

Heildarstigin

Nafn Vinnustaður Eldhús Forréttur Aðalréttur Eftirréttur Samtals matur Samtals alls Sæti
Gunnar Georg Gray Brut 1 29.75 14.74 16.59 15.15 46.48 76.23 5
Gabriel Kristinn Bjarnason Expert 2 33.75 17.04 16.26 17.52 50.81 84.56 1
Hugi Rafn Stefánsson Fröken Reykjavík 3 30.50 16.15 16.48 17.00 49.63 80.13 4
Ísak Aron Stefánsson Múlakaffi 4 35.25 16.07 15.81 16.37 48.26 83.51 3
Wiktor Pálsson Lola 5 33.75 16.07 16.48 17.37 49.93 83.68 2

Um keppnina

Forkeppni Kokkur ársins fór fram á fimmtudaginn 27. mars í Ikea, en þar kepptu:

Wiktor Pálsson – Lola

Ísak Aron Jóhannsson – Múlakaffi

Gunnar Georg Gray – Brut

Gabríel Kristinn Bjarnason – Expert

Hugi Rafn Stefánsson – Fröken Reykjavík

Kristín Birta Ólafsdóttir – Grand Hótel

Bjarni Ingi Sigurgíslason – Veislulist

Jafet Bergmann Viðarsson – Torfhús

Krafa forkeppninnar – hráefni og tímasetningar

Í forkeppninni var gerð sú krafa að keppendur notuðu þorskhnakka, svínasíðu, jarðskokka og blöðrukál í réttina sína. Fyrstu réttir voru bornir fram kl. 13:15 og þeir síðustu kl. 15:15.

Þeir sem komust áfram og kepptu í úrslitum í dag, laugardaginn 29. mars 2025:

Wiktor Pálsson – Lola

Ísak Aron Jóhannsson – Múlakaffi

Gunnar Georg Gray – Brut

Gabríel Kristinn Bjarnason – Expert

Hugi Rafn Stefánsson – Fröken Reykjavík

Hráefnalisti í úrslitakeppni Kokkur ársins 2025:

Forréttur:

Kalkúnalæri

Íslenskur pak choi

Gulrætur

Smjördeig

Aðalréttur:

Skötuselur

Svartrót

Toppkál

Mórelusveppir

Skál/diskur til hliðar

Skötusels kinnar

Feykir ostur

Eftirréttur:

Frosin hafþyrnisber

Cacao Barry Zephyr 35% hvítt súkkulaði með saltkaramellu

Pistasíuhnetumauk (fæst m.a. í Costco)

Fáfnisgras

Dómarar í Kokkur ársins 2025

Kokkur ársins 2025

Smakkdómarar: F.v. Hafliði Halldórsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Björn Bragi Bragason, Hákon Már Örvarsson, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Georg Arnar Halldórsson, Dennis Rafn yfirdómari, Denis Grbic, Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Hafsteinn Ólafsson.

Yfirdómari:

Dennis Rafn

Smakkdómarar:

Hafliði Halldórsson
Hákon Már Örvarsson
Denis Grbic
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
Þráinn Freyr Vigfússon
Georg Arnar Halldórsson
Björn Bragi Bragason

Eldhúsdómarar:

Rafn Heiðar Ingólfsson
Hafsteinn Ólafsson

Keppnin Kokkur ársins var fyrst haldin árið 1994 og hefur hún verið ein mikilvægasta keppni fagkokka á Íslandi síðan. Á síðasta ári sigraði Hinrik Örn Lárusson keppnina og hélt svo áfram að keppa á Global Chef Europe fyrr á þessu ári. Þar stóð hann sig frábærlega og sigraði í Europe North-hluta keppninnar. Hinrik mun keppa í úrslitakeppni Global Chef sem fer fram í Wales í maí á næsta ári.

Gabríel Kristinn Bjarnason, Kokkur ársins 205, mun taka þátt í Nordic Chef á næsta ári – en sú keppni sameinar hæfileikaríkustu kokka Norðurlandanna.

Fleiri fréttir: Kokkur ársins.

Myndir: Mummi Lú

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið