Vertu memm

Keppni

Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025

Birting:

þann

Kokkur ársins 2025

Gabríel Kristinn Bjarnason

Í dag fór fram úrslitakeppnin um titilinn Kokkur ársins 2025. Keppnin hófst klukkan 09:00 í morgun og lauk klukkan 16:30. Að lokinni keppni fór verðlaunaafhending fram í Bjórgarðinum, þar sem úrslitin voru kunngjörð.

1. sæti – Gabríel Kristinn Bjarnason

2. sæti – Wiktor Pálsson

3. sæti – Ísak Aron Jóhannsson

Kokkur ársins 2025

Frá vinstri: Þórir Erlingsson forseti KM, Ísak Aron Jóhannsson, Gabríel Kristinn Bjarnason, Wiktor Pálsson og Dennis Rafn yfirdómari

Um keppnina

Forkeppni Kokkur ársins fór fram á fimmtudaginn 27. mars í Ikea, en þar kepptu:

Wiktor Pálsson – Lola

Ísak Aron Jóhannsson – Múlakaffi

Gunnar Georg Gray – Brut

Gabríel Kristinn Bjarnason – Expert

Hugi Rafn Stefánsson – Fröken Reykjavík

Kristín Birta Ólafsdóttir – Grand Hótel

Bjarni Ingi Sigurgíslason – Veislulist

Jafet Bergmann Viðarsson – Torfhús

Krafa forkeppninnar – hráefni og tímasetningar

Í forkeppninni var gerð sú krafa að keppendur notuðu þorskhnakka, svínasíðu, jarðskokka og blöðrukál í réttina sína. Fyrstu réttir voru bornir fram kl. 13:15 og þeir síðustu kl. 15:15.

Þeir sem komust áfram og kepptu í úrslitum í dag, laugardaginn 29. mars 2025:

Wiktor Pálsson – Lola

Ísak Aron Jóhannsson – Múlakaffi

Gunnar Georg Gray – Brut

Gabríel Kristinn Bjarnason – Expert

Hugi Rafn Stefánsson – Fröken Reykjavík

Hráefnalisti í úrslitakeppni Kokkur ársins 2025:

Forréttur:

Kalkúnalæri

Íslenskur pak choi

Gulrætur

Smjördeig

Aðalréttur:

Skötuselur

Svartrót

Toppkál

Mórelusveppir

Skál/diskur til hliðar

Skötusels kinnar

Feykir ostur

Eftirréttur:

Frosin hafþyrnisber

Cacao Barry Zephyr 35% hvítt súkkulaði með saltkaramellu

Pistasíuhnetumauk (fæst m.a. í Costco)

Fáfnisgras

Dómarar í Kokkur ársins 2025

Kokkur ársins 2025

Smakkdómarar: F.v. Hafliði Halldórsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Björn Bragi Bragason, Hákon Már Örvarsson, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Georg Arnar Halldórsson, Dennis Rafn yfirdómari, Denis Grbic, Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Hafsteinn Ólafsson.

Yfirdómari:

Dennis Rafn

Smakkdómarar:

Hafliði Halldórsson
Hákon Már Örvarsson
Denis Grbic
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
Þráinn Freyr Vigfússon
Georg Arnar Halldórsson
Björn Bragi Bragason

Eldhúsdómarar:

Rafn Heiðar Ingólfsson
Hafsteinn Ólafsson

Keppnin Kokkur ársins var fyrst haldin árið 1994 og hefur hún verið ein mikilvægasta keppni fagkokka á Íslandi síðan. Á síðasta ári sigraði Hinrik Örn Lárusson keppnina og hélt svo áfram að keppa á Global Chef Europe fyrr á þessu ári. Þar stóð hann sig frábærlega og sigraði í Europe North-hluta keppninnar. Hinrik mun keppa í úrslitakeppni Global Chef sem fer fram í Wales í maí á næsta ári.

Gabríel Kristinn Bjarnason, Kokkur ársins 205, mun taka þátt í Nordic Chef á næsta ári – en sú keppni sameinar hæfileikaríkustu kokka Norðurlandanna.

Fleiri fréttir: Kokkur ársins.

Myndir: Mummi Lú

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar