Keppni
Fyrstu myndir frá NBC – Á Maaemo kostar kaffibollinn 1,500 íslenskar krónur
Fyrstu myndir frá Nordic Barista Cup (NBC) eru að berast, en ráðstefnan hófst í gær og er haldin í tíunda skiptið og að þessu sinni í nýlega opnuðum matarmarkaði í Osló sem heitir Mathallen.
Á NBC ráðstefnunni eru haldnar tvær keppnir, en þar fer fram liðakeppni og svo er keppni sem heitir Nordic Roaster þar sem ristarar keppa með besta kaffið sitt og setja það í dóm gestanna. Gestirnir smakka það á mismunandi vegu og samanlögð stig úrskurða hver vinnur.
Fyrir hönd Íslands keppa þau Carolina Franco, Torfi Þór Torfason, Kristín Þóra Jökulsdóttir og Vala Stefánsdóttir.
Fleiri myndir er hægt að skoða á facebook síðu DCE með því að smella hér.
Rene Redzepi, eigandi NOMA, opnaði fyrirlestraröðina á NBC 2013, en hægt er að horfa á fyrirlesturinn í meðfylgjandi myndbandi og þar fyrir neðan er nánari umfjöllun um Pontus Dahlström, yfirþjón og einn eigenda Maaemo:
Rene Redzepi
Af heimasíðu Kaffibarþjónafélagi Íslands:
René Redzepi
René Redzepi, eigandi NOMA, opnaði fyrirlestraröðina með fyrirlestri sem bar titilinn „Milk and Sugar Please“. Þeir sem voru viðstaddir NBC í fyrra voru til vitnis um það þegar hann hét því að á sama tíma að ári yrði NOMA með besta kaffið á veitingastað í heimi. Hér var því um að ræða eins konar eftirfylgni. Kaffið á NOMA var tekið í gegn; kaffið í boði breyttist í takt við árstíðina; handuppáhellt, malað á staðnum og styrkleiki hverrar uppáhellingar mældur til að ganga úr skugga um að ekkert hafi farið úrskeiðis; baunirnar ristaðar afar ljóst og hafa þarafleiðandi lága beiskju, mikla sýru og létta og fínlega fyllingu og kaffið borið fram í handblásnum glerbollum – á margan hátt í takt við framúrstefnuna í matnum.Viðbrögðin við þessari nýju kaffiupplifun varð hins vegar neikvæðari en sumir réttirnir, t.d. þeir sem innihéldu lifandi dýr. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að leyfa gestinum að setja mjólk eða sykur út í kaffið sitt kjósi hann að gera svo. Við erum í þjónustugeiranum og stefnum að því að gleðja fólk. Að hindra fólk í að fá mjólk og sykur skapar óþarfa gjá milli þjónsins og gestsins.
Pontus Dahlström
Pontus Dahlström
Síðastur upp á svið var Pontus Dahlström, yfirþjónn og einn eigenda Maaemo, tveggja Michelin-stjörnu staðar í Ósló. Hann fjallaði um nálgun Maaemo á þjónustu. Hann talaði einnig um kaffiþjónustuna þeirra, sem tónar að mörgu leyti saman við kaffiupplifunina á NOMA en nálgunin er öðruvísi. Hann kom einnig með mikilvægan punkt í sambandi við verðlagningu og nefndi sem dæmi að á Maaemo kostar kaffibollinn 80 norskar krónur (um 1500 íslenskar). Maður á ekki að skammast sín fyrir háa verðlagningu. Léleg gæði eru hins vegar ófyrirgefanleg.
Eftir fyrirlestrana voru úrslit dagsins í dag kunngjörð, en liðin kepptu sín á milli í ýmsum þrautum. Aðalkeppnin snýst um þjónustu, en allir ráðstefnugestir fá miða sem þeir eiga að fylla út yfir dagana þrjá þar sem þeir gefa liðunum einkunn fyrir drykki og þjónustu. Auk þessa var blásið til mjólkurlistareinvígis („freyðiglímu“) þar sem tveim er etjað saman í einu í útsláttarkeppni og sá sem gerir fallegra munstur í kaffibollann helst áfram í leiknum. Bruno Ferrer, sem keppti fyrir hönd Danmerkur, sigraði Torfa úr íslenska liðinu í úrslitum eftir spennandi keppni. Finnska liðið vann ljósmyndakeppnina en sigurvegarinn yfir daginn var sænska liðið. Það er þó enn of snemmt að segja til um hvaða lið er líklegast til að vinna því að tveir dagar eru eftir. Hér má sjá ljósmyndir liðanna.
Myndir: af facebook síðu DCE.
Myndir af René og Pontus af heimasíðu NBC.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur