Freisting
Fyrsti íslenski lífræni bjórinn framleiddur á Akureyri

Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri Túns afhendir
Baldri Kárasyni Bruggmeistara vottorðið frá Túni
Bjórinn er bruggaður eftir hefðum frá Pilsen í Tékklandi og ber nafnið Pils Organic. Bjórinn er ljós á litinn og í hann er notað mikið af humlum sem gefur bæði gott bragð og lykt ásamt sérstöku eftirbragði. Bruggmeistarinn Baldur Kárason á heiðurinn af þessum nýja bjór sem eflaust á eftir að verða vel tekið. Pils Organic er eingöngu seldur í glerflöskum og er fáanlegur í Vínbúðum í Kringlunni, Skútuvogi og Heiðrúnu við Stuðlaháls, auk þess sem hann er fáanlegur á betri veitingastöðum og börum um allt land.
Víking Ölgerð á Akureyri fer ótroðnar slóðir þegar kemur að vörulínunni Íslenskur úrvals, en Pils Organic er annar bjórinn undir þessari línu. Fyrsti bjórinn var Stout sem einnig var fyrsti Stout sem framleiddur hafði verið á Íslandi. Nú er Stout fáanlegur í fjölmörgum Vínbúðum og veitingastöðum bæði í glerflöskum og á krana.
Greint frá á Pressan.is

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025