Freisting
Fyrsti íslenski lífræni bjórinn framleiddur á Akureyri

Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri Túns afhendir
Baldri Kárasyni Bruggmeistara vottorðið frá Túni
Bjórinn er bruggaður eftir hefðum frá Pilsen í Tékklandi og ber nafnið Pils Organic. Bjórinn er ljós á litinn og í hann er notað mikið af humlum sem gefur bæði gott bragð og lykt ásamt sérstöku eftirbragði. Bruggmeistarinn Baldur Kárason á heiðurinn af þessum nýja bjór sem eflaust á eftir að verða vel tekið. Pils Organic er eingöngu seldur í glerflöskum og er fáanlegur í Vínbúðum í Kringlunni, Skútuvogi og Heiðrúnu við Stuðlaháls, auk þess sem hann er fáanlegur á betri veitingastöðum og börum um allt land.
Víking Ölgerð á Akureyri fer ótroðnar slóðir þegar kemur að vörulínunni Íslenskur úrvals, en Pils Organic er annar bjórinn undir þessari línu. Fyrsti bjórinn var Stout sem einnig var fyrsti Stout sem framleiddur hafði verið á Íslandi. Nú er Stout fáanlegur í fjölmörgum Vínbúðum og veitingastöðum bæði í glerflöskum og á krana.
Greint frá á Pressan.is
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





