Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fyrsta villibráðarkvöldið hjá Við Pollinn
Mikil aðsókn hefur verið í villibráðakvöld sem haldið verður hjá veitingastaðnum Við Pollinn á laugardag. Að sögn Halldórs Karls Valssonar eru aðeins nokkur sæti laus.
Villibráðarkvöldin eru orðin árlegur viðburður á Ísafirði en er þetta í fyrsta sinn sem Við Pollinn ræðst í verkið þar sem SKG-veitingar hafa staðið fyrir þeim hingað til, segir á vestfirska fréttavefnum BB.is.
Það verður svipað snið og venjulega nema að það bætast nokkrar spennandi villibráðir við þær íslensku og hefðbundnu. Meðal þess sem boðið verður upp á er krónhjörtur, héri og kengúra, segir Halldór Karl Valsson, annar eigandi Við Pollinn. Veislustjóri verður Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík og boðið verður upp á lifandi tónlistarflutning.
Villibráðarseðill Við Pollinn á vestfjörðum þar sem tún og haf frjósa saman á blíðviðris haustdögum:
Gæs, akurhæna, jarðsveppir
~ 0 ~
Skötuselur, saffran, agúrka, sellerírót
~ 0 ~
Mynta, klaki, freyðivín,
~ 0 ~
Hreindýr, gulrætur, strengjabaunir, kartöflur
~ 0 ~
Ostar, brauð, balsamik
~ 0 ~
Heit, kalt, frosið
Mynd: bb.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars