Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fyrsta villibráðarkvöldið hjá Við Pollinn
Mikil aðsókn hefur verið í villibráðakvöld sem haldið verður hjá veitingastaðnum Við Pollinn á laugardag. Að sögn Halldórs Karls Valssonar eru aðeins nokkur sæti laus.
Villibráðarkvöldin eru orðin árlegur viðburður á Ísafirði en er þetta í fyrsta sinn sem Við Pollinn ræðst í verkið þar sem SKG-veitingar hafa staðið fyrir þeim hingað til, segir á vestfirska fréttavefnum BB.is.
Það verður svipað snið og venjulega nema að það bætast nokkrar spennandi villibráðir við þær íslensku og hefðbundnu. Meðal þess sem boðið verður upp á er krónhjörtur, héri og kengúra, segir Halldór Karl Valsson, annar eigandi Við Pollinn. Veislustjóri verður Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík og boðið verður upp á lifandi tónlistarflutning.
Villibráðarseðill Við Pollinn á vestfjörðum þar sem tún og haf frjósa saman á blíðviðris haustdögum:
Gæs, akurhæna, jarðsveppir
~ 0 ~
Skötuselur, saffran, agúrka, sellerírót
~ 0 ~
Mynta, klaki, freyðivín,
~ 0 ~
Hreindýr, gulrætur, strengjabaunir, kartöflur
~ 0 ~
Ostar, brauð, balsamik
~ 0 ~
Heit, kalt, frosið
Mynd: bb.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný