Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fyrsta villibráðarkvöldið hjá Við Pollinn
Mikil aðsókn hefur verið í villibráðakvöld sem haldið verður hjá veitingastaðnum Við Pollinn á laugardag. Að sögn Halldórs Karls Valssonar eru aðeins nokkur sæti laus.
Villibráðarkvöldin eru orðin árlegur viðburður á Ísafirði en er þetta í fyrsta sinn sem Við Pollinn ræðst í verkið þar sem SKG-veitingar hafa staðið fyrir þeim hingað til, segir á vestfirska fréttavefnum BB.is.
Það verður svipað snið og venjulega nema að það bætast nokkrar spennandi villibráðir við þær íslensku og hefðbundnu. Meðal þess sem boðið verður upp á er krónhjörtur, héri og kengúra, segir Halldór Karl Valsson, annar eigandi Við Pollinn. Veislustjóri verður Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík og boðið verður upp á lifandi tónlistarflutning.
Villibráðarseðill Við Pollinn á vestfjörðum þar sem tún og haf frjósa saman á blíðviðris haustdögum:
Gæs, akurhæna, jarðsveppir
~ 0 ~
Skötuselur, saffran, agúrka, sellerírót
~ 0 ~
Mynta, klaki, freyðivín,
~ 0 ~
Hreindýr, gulrætur, strengjabaunir, kartöflur
~ 0 ~
Ostar, brauð, balsamik
~ 0 ~
Heit, kalt, frosið
Mynd: bb.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






