Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fyrsta villibráðarkvöldið hjá Við Pollinn

Birting:

þann

Halldór og Eiríkur eru ánægðir með fyrstu vikurnar sem Við Pollinn hefur starfað.

Mikil aðsókn hefur verið í villibráðakvöld sem haldið verður hjá veitingastaðnum Við Pollinn á laugardag. Að sögn Halldórs Karls Valssonar eru aðeins nokkur sæti laus.

Villibráðarkvöldin eru orðin árlegur viðburður á Ísafirði en er þetta í fyrsta sinn sem Við Pollinn ræðst í verkið þar sem SKG-veitingar hafa staðið fyrir þeim hingað til, segir á vestfirska fréttavefnum BB.is.

„Það verður svipað snið og venjulega nema að það bætast nokkrar spennandi villibráðir við þær íslensku og hefðbundnu. Meðal þess sem boðið verður upp á er krónhjörtur, héri og kengúra“, segir Halldór Karl Valsson, annar eigandi Við Pollinn. Veislustjóri verður Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík og boðið verður upp á lifandi tónlistarflutning.

Villibráðarseðill Við Pollinn á vestfjörðum þar sem tún og haf frjósa saman á blíðviðris haustdögum:

Gæs, akurhæna, jarðsveppir

~ 0 ~

Skötuselur, saffran, agúrka, sellerírót

~ 0 ~

Mynta, klaki, freyðivín,

~ 0 ~

Hreindýr, gulrætur, strengjabaunir, kartöflur

~ 0 ~

Ostar, brauð, balsamik

~ 0 ~

Heit, kalt, frosið

Mynd: bb.is

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið