Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Fyrsta sveinspróf í framreiðslu utan höfuðborgarsvæðisins haldið í VMA – Myndir

Birting:

þann

Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA)

Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA)

Dagana 5.- 7. júní voru haldin sveinspróf bæði í matreiðslu og framreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Er þetta í fyrsta sinn sem sveinspróf í framreiðslu eru haldin utan höfuðborgarsvæðis en í þriðja sinn sem sveinspróf í matreiðslu er haldið í VMA.

Um miðjan október hófst kennsla í 3. bekk matreiðslu og í 2. bekk í framreiðslu og lauk kennslu um miðjan mars. Tekin var ákvörðun um að hefja kennslu í 3. bekk í framreiðslu um áramót og yrði 2. og 3. bekkur kenndur samtímis og tók stór hluti nemenda 3. bekkinn einnig.

Vegna stærðar hópsins þurfti að tvískipta honum

Svo núna í byrjun júní tóku fimm matreiðslunemar og níu framreiðslunemar sveinspróf.

Tvískipta þurfti prófinu, bæði vegna húsnæðisins og þar sem framreiðslunemarnir voru fleiri en matreiðslunemarnir.

Matreiðslunemar tóku prófið 5. og 6. júní og elduðu mat fyrir fyrri hóp framreiðslunemana sem tóku prófið 5. og 6. júní.

Meðlimir KM á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga sáu um matreiðsluna

Þann 7. júní þreytti seinni hópur framreiðslunemana prófið og sáu meðlimir Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga kjötiðnarmeistara um matreiðsluna.

Það er mál manna að framkvæmdin hafi tekist vel og nemendur hafi staðið sig með sóma.

Auglýsingapláss

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið