Nemendur & nemakeppni
Fyrsta sveinspróf í framreiðslu utan höfuðborgarsvæðisins haldið í VMA – Myndir
Dagana 5.- 7. júní voru haldin sveinspróf bæði í matreiðslu og framreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Er þetta í fyrsta sinn sem sveinspróf í framreiðslu eru haldin utan höfuðborgarsvæðis en í þriðja sinn sem sveinspróf í matreiðslu er haldið í VMA.
Um miðjan október hófst kennsla í 3. bekk matreiðslu og í 2. bekk í framreiðslu og lauk kennslu um miðjan mars. Tekin var ákvörðun um að hefja kennslu í 3. bekk í framreiðslu um áramót og yrði 2. og 3. bekkur kenndur samtímis og tók stór hluti nemenda 3. bekkinn einnig.
Vegna stærðar hópsins þurfti að tvískipta honum
Svo núna í byrjun júní tóku fimm matreiðslunemar og níu framreiðslunemar sveinspróf.
Tvískipta þurfti prófinu, bæði vegna húsnæðisins og þar sem framreiðslunemarnir voru fleiri en matreiðslunemarnir.
- Fyrri hópurinn
- Seinni hópurinn
Matreiðslunemar tóku prófið 5. og 6. júní og elduðu mat fyrir fyrri hóp framreiðslunemana sem tóku prófið 5. og 6. júní.
Meðlimir KM á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga sáu um matreiðsluna
Þann 7. júní þreytti seinni hópur framreiðslunemana prófið og sáu meðlimir Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga kjötiðnarmeistara um matreiðsluna.
Það er mál manna að framkvæmdin hafi tekist vel og nemendur hafi staðið sig með sóma.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar








