Nemendur & nemakeppni
Fyrsta sveinspróf í framreiðslu utan höfuðborgarsvæðisins haldið í VMA – Myndir
Dagana 5.- 7. júní voru haldin sveinspróf bæði í matreiðslu og framreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Er þetta í fyrsta sinn sem sveinspróf í framreiðslu eru haldin utan höfuðborgarsvæðis en í þriðja sinn sem sveinspróf í matreiðslu er haldið í VMA.
Um miðjan október hófst kennsla í 3. bekk matreiðslu og í 2. bekk í framreiðslu og lauk kennslu um miðjan mars. Tekin var ákvörðun um að hefja kennslu í 3. bekk í framreiðslu um áramót og yrði 2. og 3. bekkur kenndur samtímis og tók stór hluti nemenda 3. bekkinn einnig.
Vegna stærðar hópsins þurfti að tvískipta honum
Svo núna í byrjun júní tóku fimm matreiðslunemar og níu framreiðslunemar sveinspróf.
Tvískipta þurfti prófinu, bæði vegna húsnæðisins og þar sem framreiðslunemarnir voru fleiri en matreiðslunemarnir.
- Fyrri hópurinn
- Seinni hópurinn
Matreiðslunemar tóku prófið 5. og 6. júní og elduðu mat fyrir fyrri hóp framreiðslunemana sem tóku prófið 5. og 6. júní.
Meðlimir KM á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga sáu um matreiðsluna
Þann 7. júní þreytti seinni hópur framreiðslunemana prófið og sáu meðlimir Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga kjötiðnarmeistara um matreiðsluna.
Það er mál manna að framkvæmdin hafi tekist vel og nemendur hafi staðið sig með sóma.
Myndir: aðsendar

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði