Nemendur & nemakeppni
Fyrsta sveinspróf í framreiðslu utan höfuðborgarsvæðisins haldið í VMA – Myndir
Dagana 5.- 7. júní voru haldin sveinspróf bæði í matreiðslu og framreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Er þetta í fyrsta sinn sem sveinspróf í framreiðslu eru haldin utan höfuðborgarsvæðis en í þriðja sinn sem sveinspróf í matreiðslu er haldið í VMA.
Um miðjan október hófst kennsla í 3. bekk matreiðslu og í 2. bekk í framreiðslu og lauk kennslu um miðjan mars. Tekin var ákvörðun um að hefja kennslu í 3. bekk í framreiðslu um áramót og yrði 2. og 3. bekkur kenndur samtímis og tók stór hluti nemenda 3. bekkinn einnig.
Vegna stærðar hópsins þurfti að tvískipta honum
Svo núna í byrjun júní tóku fimm matreiðslunemar og níu framreiðslunemar sveinspróf.
Tvískipta þurfti prófinu, bæði vegna húsnæðisins og þar sem framreiðslunemarnir voru fleiri en matreiðslunemarnir.
- Fyrri hópurinn
- Seinni hópurinn
Matreiðslunemar tóku prófið 5. og 6. júní og elduðu mat fyrir fyrri hóp framreiðslunemana sem tóku prófið 5. og 6. júní.
Meðlimir KM á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga sáu um matreiðsluna
Þann 7. júní þreytti seinni hópur framreiðslunemana prófið og sáu meðlimir Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga kjötiðnarmeistara um matreiðsluna.
Það er mál manna að framkvæmdin hafi tekist vel og nemendur hafi staðið sig með sóma.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025