Nemendur & nemakeppni
Fyrsta sveinspróf í framreiðslu utan höfuðborgarsvæðisins haldið í VMA – Myndir
Dagana 5.- 7. júní voru haldin sveinspróf bæði í matreiðslu og framreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Er þetta í fyrsta sinn sem sveinspróf í framreiðslu eru haldin utan höfuðborgarsvæðis en í þriðja sinn sem sveinspróf í matreiðslu er haldið í VMA.
Um miðjan október hófst kennsla í 3. bekk matreiðslu og í 2. bekk í framreiðslu og lauk kennslu um miðjan mars. Tekin var ákvörðun um að hefja kennslu í 3. bekk í framreiðslu um áramót og yrði 2. og 3. bekkur kenndur samtímis og tók stór hluti nemenda 3. bekkinn einnig.
Vegna stærðar hópsins þurfti að tvískipta honum
Svo núna í byrjun júní tóku fimm matreiðslunemar og níu framreiðslunemar sveinspróf.
Tvískipta þurfti prófinu, bæði vegna húsnæðisins og þar sem framreiðslunemarnir voru fleiri en matreiðslunemarnir.
Matreiðslunemar tóku prófið 5. og 6. júní og elduðu mat fyrir fyrri hóp framreiðslunemana sem tóku prófið 5. og 6. júní.
Meðlimir KM á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga sáu um matreiðsluna
Þann 7. júní þreytti seinni hópur framreiðslunemana prófið og sáu meðlimir Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi ásamt Rúnari Inga kjötiðnarmeistara um matreiðsluna.
Það er mál manna að framkvæmdin hafi tekist vel og nemendur hafi staðið sig með sóma.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana