Vertu memm

Markaðurinn

Fyllt úrbeinað læri með döðlum, trönuberjum og camembert – Fullkomin páskamáltíð

Birting:

þann

Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið.

Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og safaríkt. Það er tilvalið að bera fram í stærri veislum og fjölskylduboðum þar sem það er úrbeinað og því auðvelt að skera það niður í mannskapinn auk þess sem það tekur ekki mikið pláss í ofninum.

Innihald:

1 stk KEA helgarlæri með döðlum, trönuberjum og camembert

4 stórar gulrætur

1 stór rauðlaukur

1 búnt ferskur aspas

Ólífuolía

Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið gulræturnar langsum í fernt og afhýðið laukinn og skerið í báta.
  2. Setjið lambið í ofnfast mót eða steikarfat. Raðið gulrótum og lauk í kringum og saltið yfir og piprið.
  3. Þegar það eru ca 10 mínútur eftir af eldunartímanum, hækkið hitann upp í 200°C og bætið þá aspasnum út á fatið og dreifið örlítið af olíu og salti og pipar yfir aspasinn.
  4. Þegar lærið er tilbúið, setjið þá álpappír yfir og látið hvíla í 10 mínútur. Takið girnið utan af lærinu og skerið í sneiðar. Raðið á fat ásamt grænmetinu úr skúffunni.

Hvítlauks kartöflumús

1 kg stórar kartöflur, afhýddar og skornar í bita

1 bakaður hvítlaukur (sjá lýsingu)

150ml heit nýmjólk

100g mjúkt smjör

Salt & pipar

2 msk fersk steinselja

  1. Takið hvítlaukinn og skerið ofan af honum toppinn. Pakkið honum í álpappír og bakið með lærinu. Þegar það fer að líða að því að lærið sé tilbúið, takið þá hvítlaukinn út.
  2. Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í söltu vatni, þegar þær eru orðnar mjúkar í gegn takið pottinn af hellunni og hellið vatninu af.
  3. Setjið pottinn aftur á helluna, hitið mjólkina. Kreistið hvítlauksgeirana úr hýðinu út í pottinn en óttist ekki magnið af hvítlauk þar sem bragðið verður mjög milt þegar það er búið að baka hann. Bætið við smjöri og mjólk og smakkið til með salti og pipar. Ég nota kartöflustöppu til að merja kartöflumúsina en það er einnig hægt að notast við handþeytara en þá verður að passa að þeyta hana ekki of mikið.
  4. Setjið ferska steinselju saman við í lokin áður en hún er borin fram.

Prosecco bætt skógarsveppasósa

3-4 saxaðir skalott laukar

1/2 msk olía og 1 tsk smjör

1 dós þurrkaðir skógarsveppir, undirbúnir samkvæmt leiðbeiningum á pakka

2 dl vatn

2 dl prosecco (hvítvín er líka afbragð eða samsvarandi magn af vatni)

1 lambateningur

1 sveppateningur

250ml rjómi

Maizena sósujafnari ef vill

Soð af lambalærinu

Salt og pipar eftir smekk ásamt nokkrum dropum af sósulit

  1. Byrjið á því að undirbúa skógarsveppina samkvæmt leiðbeiningum á dósinni. Saxið þá svo smátt.
  2. Saxið laukinn, setjið olíu og smjör út í miðlungsstóran pott. Steikið laukinn við miðlungshita þar til hann verður glær og aðeins farinn að brúnast, bætið við skógarsveppunum og steikið áfram í 2-3 mínútur.
  3. Bætið vatni, prosecco og teningum saman við og látið suðuna koma upp, sjóðið aðeins niður.
  4. Bætið við maizena eftir smekk ef vill, rétt aðeins til að þykkja. Setjið rjómann saman við.
  5. Þegar lærið er tilbúið og búið að hvíla, takið þá soðið úr fatinu og sigtið. Fleytið mestu fitunni af og bætið út í sósuna. Smakkið til með salti og pipar.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið