Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fundu tækifæri í kreppunni

Birting:

þann

Rétturinn - Magnús Þórisson - Haraldur Helgason

Magnús Þórisson og Haraldur Helgason

Viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum,“ segja kokkarnir Haraldur Helgason og Magnús Þórisson sem opnuðu matsölustaðinn Réttinn í endaðan apríl.

Þrátt fyrir efasemdir sumra um að ekki væri þörf á fleiri veitingastöðum og allra síst í miðri kreppu, létu þeir félagar það sem vind um eyru þjóta og ákváðu að taka slaginn.
„Við vorum báðir á ákveðnum tímamótum í lífinu. Ef verkefnin koma ekki upp í hendurnar á manni þá verður bara að búa þau til,“ segja þeir félagar sem báðir eru miklir reynsluboltar til margra ára í matreiðslufaginu.

Þeir Haraldur og Magnús ákváðu að róa á önnur mið. „Það vantaði inn á markaðinn matsölustað með ódýran, heimilislegan mat. Slíkur staður hefur ekki verið á svæðinu síðan Þristurinn var og hét en hann var afar vinsæll eins og margir muna. Við keyrum á sömu hugmynd og teljum staðsetninguna hér í miðbænum mjög heppilega. Vinnusvæðið hér í kring er mjög stórt,“ segja þeir félagar en Rétturinn er til húsa á Hafnargötu 51 í húsnæði því sem áður hýsti Vínbúðina við hliðina á 10 – 11.

Svo hægt sér að bjóða upp á ódýrari mat þarf að halda kostnaði niðri. Opnunartíminn er því sniðin samkvæmt því en Rétturinn er opinn frá kl. 11-14 og 17 – 19 virka daga.
Ávallt er boðið upp á átta rétti í borði með fjölbreyttu úrvali. Þá bjóða þeir félagar einnig upp á veisluþjónustu fyrir alla mannfagnaði og bakkmat fyrir fyrirtæki

Texti og mynd: Vf.is/elg

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið