Frétt
Fullt hús á STÓRELDHÚSIÐ 2019
Allir básar á stórsýningunni STÓRELDHÚSIÐ 2019 sem verður haldin í LAUGARDALSHÖLLINNI í haust eru fullbókaðir. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, gistihúsum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Verður sýningin einstaklega fjölbreytt.
STÓRELDHÚSIÐ 2019 hefst fimmtudaginn 31. október og lýkur föstudaginn 1. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00 á fimmtudag og klukkan 18.00 á föstudag.
Sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsanna enda fagsýning sem er ekki opin almenningi.
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2019 [email protected]
Með fylgja myndir frá sýningunni STÓRELDHÚSIÐ 2017 sem að Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari og fréttamaður veitingageirans tók.
Sjá einnig: Gleði á sýningunni Stóreldhúsið 2017 – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu







