Frétt
Fullt hús á STÓRELDHÚSIÐ 2019
Allir básar á stórsýningunni STÓRELDHÚSIÐ 2019 sem verður haldin í LAUGARDALSHÖLLINNI í haust eru fullbókaðir. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, gistihúsum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Verður sýningin einstaklega fjölbreytt.
STÓRELDHÚSIÐ 2019 hefst fimmtudaginn 31. október og lýkur föstudaginn 1. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00 á fimmtudag og klukkan 18.00 á föstudag.
Sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsanna enda fagsýning sem er ekki opin almenningi.
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2019 [email protected]
Með fylgja myndir frá sýningunni STÓRELDHÚSIÐ 2017 sem að Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari og fréttamaður veitingageirans tók.
Sjá einnig: Gleði á sýningunni Stóreldhúsið 2017 – Myndir
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi