Freisting
Frú Lauga Bændamarkaður hefur opnað

Verslunin er staðsett á Laugalæk 6 í Reykjavík og hún einsetur sér að selja góðar vörur beint frá býli og með áherslu á vörur sem eru ekki í hillum stórmarkaða.
Nú þegar við í SS sveitinni frá Freisting.is tókum hús á þeim var aðaláherslan á grænmeti sem kemur ferskt frá bóndanum eins og áður segir.

Meðal þess sem líka er í boði nú er rjómaís frá Árbæ við Hornafjörð, einnig andarvörur frá Hlíðberg á sömu slóðum, rabbavörur frá Löngumýri á Skeiðum, silungur frá Hala í Suðursveit, korngrís frá Laxarlóni, svo stiklað sér á stóru.
Verslunin hefur fengið góðar viðtókur og sást það best þegar við vorum á staðnum og búið að loka og vorum að taka viðtalið við hann Arnar að við þurftum trekk í trekk að stoppa því fólk djöflaðist svo á húninum að halda mætti að allt væri að fara til fjandans, öllum var sinnt og um síðir náðum við að klára.




Við á Freisting.is óskum þeim hjónum til hamingju með opnunina og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.
Heimasíða: www.frulauga.is
Myndir, myndband og klipping: Smári

-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





