Vertu memm

Freisting

Frú Lauga Bændamarkaður hefur opnað

Birting:

þann

Verslunin er staðsett á Laugalæk 6 í Reykjavík og hún einsetur sér að selja góðar vörur beint frá býli og með áherslu á vörur sem eru ekki í hillum stórmarkaða.

Nú þegar við í SS sveitinni frá Freisting.is tókum hús á þeim var aðaláherslan á grænmeti sem kemur ferskt frá bóndanum eins og áður segir.

Meðal þess sem líka er í boði nú er rjómaís frá Árbæ við Hornafjörð, einnig andarvörur frá Hlíðberg á sömu slóðum, rabbavörur frá Löngumýri á Skeiðum, silungur frá Hala í Suðursveit, korngrís frá Laxarlóni, svo stiklað sér á stóru.

 
Bein slóð á myndband og Embed kóði

Verslunin hefur fengið góðar viðtókur og sást það best þegar við vorum á staðnum og búið að loka og vorum að taka viðtalið við hann Arnar að við þurftum trekk í trekk að stoppa því fólk djöflaðist svo á húninum að halda mætti að allt væri að fara til fjandans, öllum var sinnt og um síðir náðum við að klára.

Við á Freisting.is óskum þeim hjónum til hamingju með opnunina og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.

Heimasíða:  www.frulauga.is

/Sverrir

Myndir, myndband og klipping: Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið