Freisting
Frú Lauga Bændamarkaður hefur opnað
Verslunin er staðsett á Laugalæk 6 í Reykjavík og hún einsetur sér að selja góðar vörur beint frá býli og með áherslu á vörur sem eru ekki í hillum stórmarkaða.
Nú þegar við í SS sveitinni frá Freisting.is tókum hús á þeim var aðaláherslan á grænmeti sem kemur ferskt frá bóndanum eins og áður segir.
Meðal þess sem líka er í boði nú er rjómaís frá Árbæ við Hornafjörð, einnig andarvörur frá Hlíðberg á sömu slóðum, rabbavörur frá Löngumýri á Skeiðum, silungur frá Hala í Suðursveit, korngrís frá Laxarlóni, svo stiklað sér á stóru.
Verslunin hefur fengið góðar viðtókur og sást það best þegar við vorum á staðnum og búið að loka og vorum að taka viðtalið við hann Arnar að við þurftum trekk í trekk að stoppa því fólk djöflaðist svo á húninum að halda mætti að allt væri að fara til fjandans, öllum var sinnt og um síðir náðum við að klára.
Við á Freisting.is óskum þeim hjónum til hamingju með opnunina og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.
Heimasíða: www.frulauga.is
Myndir, myndband og klipping: Smári
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025