Freisting
Friðrik V kennir grunnskólanemendum

Veitingahjónin Friðrik og Arnrún hjá Friðrik V finnst nauðsynlegt að leggja sitt að mörkum til komandi kynslóða. Árið 2008 gerðu þau fyrsta samninginn við Akureyrarbæ þar sem þau bjóða nemendum í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Akureyrarbæjar að velja í valgreinakennslu þar sem þau kenna þeim Mat úr héraði og siði.
Þeirra markmið eru að ungt fólk í Eyjafirði sem er að byrja í framhaldsskóla viti hvað þau búa vel í sínu heimasvæði og þurfi ekki að leita yfir lækinn.

Þjónn í súpunni
Til gamans má geta að Leikfélag Akureyrar og Veitingastaðurinn Friðrik V hafa tekið upp þráðinn frá síðasta leikári og bjóða upp á 3ja rétta máltíð og „óhefðbundna þjónustu“ á Friðrik V. Þjónar leika, leikarar þjóna, allir leika á gesti og gestirnir leika á als oddi.
Þetta er uppákoma sem byggir á spuna og stemmningu og aldrei að vita hvað gerist, því engar tvær sýningar eru eins.
Verð er kr.5.900.- og innifalið er leiksýning og þriggja rétta kvöldverður með víni.
Það má með sanni segja að þessi leikflétta sé vel heppnuð því að uppselt er nær á allar sýningar eins og sjá má á eftirfarandi töflu:
Sýningar:
Kl. 19.00 miðvikudaginn 14.okt. – uppselt
Kl. 18.30 miðvikudaginn 21.okt uppselt
Kl. 18.30 miðvikudaginn 28.okt. uppselt
Kl. 18.30 miðvikudaginn 04.nóv örfá sæti laus
Kl. 18.30 miðvikudaginn 11.nóv. – uppselt
Kl. 18.30 miðvikudaginn 18.nóv. örfá sæti laus
Kl. 18.30 miðvikudaginn 25.nóv. örfá sæti laus
Myndir: Arnrún Magnúsdóttir
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





