Freisting
Friðrik V kennir grunnskólanemendum
Veitingahjónin Friðrik og Arnrún hjá Friðrik V finnst nauðsynlegt að leggja sitt að mörkum til komandi kynslóða. Árið 2008 gerðu þau fyrsta samninginn við Akureyrarbæ þar sem þau bjóða nemendum í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Akureyrarbæjar að velja í valgreinakennslu þar sem þau kenna þeim Mat úr héraði og siði.
Þeirra markmið eru að ungt fólk í Eyjafirði sem er að byrja í framhaldsskóla viti hvað þau búa vel í sínu heimasvæði og þurfi ekki að leita yfir lækinn.
Þjónn í súpunni
Til gamans má geta að Leikfélag Akureyrar og Veitingastaðurinn Friðrik V hafa tekið upp þráðinn frá síðasta leikári og bjóða upp á 3ja rétta máltíð og „óhefðbundna þjónustu“ á Friðrik V. Þjónar leika, leikarar þjóna, allir leika á gesti og gestirnir leika á als oddi.
Þetta er uppákoma sem byggir á spuna og stemmningu og aldrei að vita hvað gerist, því engar tvær sýningar eru eins.
Verð er kr.5.900.- og innifalið er leiksýning og þriggja rétta kvöldverður með víni.
Það má með sanni segja að þessi leikflétta sé vel heppnuð því að uppselt er nær á allar sýningar eins og sjá má á eftirfarandi töflu:
Sýningar:
Kl. 19.00 miðvikudaginn 14.okt. – uppselt
Kl. 18.30 miðvikudaginn 21.okt uppselt
Kl. 18.30 miðvikudaginn 28.okt. uppselt
Kl. 18.30 miðvikudaginn 04.nóv örfá sæti laus
Kl. 18.30 miðvikudaginn 11.nóv. – uppselt
Kl. 18.30 miðvikudaginn 18.nóv. örfá sæti laus
Kl. 18.30 miðvikudaginn 25.nóv. örfá sæti laus
Myndir: Arnrún Magnúsdóttir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla