Freisting
Friðrik V á Humarhúsinu

Verðlaunakokkurinn Friðrik Valur leikur listir sínar í eldhúsinu á Humarhúsinu og töfrar fram matseðil að hætti veitingahúss hans á Akureyri.
Fimmtudagurinn 18., föstudagurinn 19. og laugardagurinn 20. febrúar.
Hjörleifur Valsson og Reynir Jónasson seiða fram lystaukandi tóna
Matseðill
Forréttur
Norðlenskt hangikjöt með laufabrauði rauðrófum og grænum baunum
Fiskréttur
Ekta saltfiskur með hríseyskri bláskel, rófum og dökkri Kaldafroðu
Milliréttur
Krækiberjakrapís
Aðalréttur
Humarfyllt lambakóróna með mysuostaskorpu, eyfirskum möndlukartöflum og fjallagrasasósu
Fordesert
Rúgbrauðssúpa með broddís
Eftirréttur
KEA heims SKYR
Friðrik V er kóngurinn
Maturinn … allur frábær og þjónusta var fyrsta flokks í klassískum fagstíl.
Akureyri slær Reykjavík við með þessum fágæta matstað sem býður saltfisk með hömsum og sex tegundir af léreftssíuðu skyri með gamla laginu.
Enginn maður gerir meira fyrir eyfirzka menningu og sérstöðu en einmitt Friðrik Valur.
Jónas Kristjánsson, matargagnrýnandi
Viðurkenningar sem Friðrik hefur fengið:
- Heiðursviðurkenning félagsins Matur úr Eyjafirði Local food 2006
- Sérstaklega mælt með af Rough guides 2007-2008
- Tilnefning til heiðursverðlauna norrænu ráðherranefndarinnar 2007
- Einn af 100 athyglisverðustu veitingastöðum í matarmenningu innan Slow food 2006
- Norðlendingur ársins hjá svæðisútvarpi norðurlands 2006
- Maður ársins hjá sjónvarpsstöðinni n4 2006
- Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar 2007
- Tilnefning til heiðursverðlauna norrænu ráðherranefndarinnar 2008
- Dómari í vali um besta norræna veitingastaðinn Nordic price 2009
- Meðlimur í San Pellegrino akademiunni sem velur bestu veitingastaði heims
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar





