Freisting
Fréttir frá Basel
Eins og flestum ætti vera kunnugt um, þá er Gissur Guðmundsson, Forseti KM, staddur í Basel ásamt Landsliði Klúbbs matreiðslumeistara, en hann segir hér frá hvernig gengið hefur á þriðja degi hjá þeim þarna í Basel:
„Landsliðið átti góðan undirbúningsdag fyrir heita matinn og eru klárir fyrir morgundaginn. Ég átti gott samtal við Alfreð og Hrefnu sem lýstu undirbúningi og stemmingunni hjá liðinu. Það er örrugt að liðið hefur sjaldan, ef ekki aldrei, verið eins vel undirbúið fyrir keppni eins og nú. Eftir frábærar æfingar heima og góðan undirbúning eru allir klárir fyrir stóra daginn á morgunn.
Ég átti gott samtal við skipuleggjanda og ábyrgðarmann af keppnunum í dag og lýsti hann því yfir að aldrei hefði hann hitt lið sem tók hlutunum jafn vel eins og Íslenska liðið. Við höfum fengið mótlæti sem hefur ekki sett neinn út af laginu og ég verð að segja, sem forseti KM, að ég er ótrúlega stoltur af okkar liði.
Kæru félagar, læt þetta duga í dag og kem með meira á morgun, það getur stundum verið erfitt stundum að lýsa öllu sem maður upplifir í orðum og ég vildi óska að þið væruð hér til að taka þátt í þeirri markaðsetningu sem við erum að framkvæma núna. Ísland er inn og það er okkar að sýna okkar rétta andlit“ …Segir Gissur Guðmundsson
Sjá myndir frá keppninni hér
Greint frá á heimasíðu KM
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri