Vertu memm

Freisting

Franskir trufflubændur í vanda

Birting:

þann

Trufflubændur í Richerenches

Trufflan er aðalútflutningsvara og það sem laðar túrista til litla smábæjarinns Richerenches er að hann er mekka trufflunnar í Frakklandi, en nú er henni ógnað af kínverskri trufflu og það í sjálfu mekka matarins á heimaslóð, en menn vilja meina að þetta sé bara eftirlíking, bragðminni og hefur kemiskt yfirbragð og þar af leiðandi mun ódýrari.

Trufflan selst nú um stundir fyrir stjarnfræðilegar upphæðir og eftirspurnin eykst stöðugt, en þurrkar hafa seinkað uppskerunni, verðið á markaðinum er 500 evrur til 1000 evrur fyrir kílóið eða kr. Ekta franskar trufflur60000 – 120000 vel að merkja á markaðinum í áðurnefndum bæ, en þegar það er komið í gourmet verslanir í París, hefur verðið minnst tvöfaldað sig og jafnvel meira.

Um það bil 30 tonn eru framleitt af trufflum ár hvert í Frakklandi, 2-300 trufflubændur koma á markaðinn í bænum á hverju laugardegi í árstíðinni (season) frá miðjum nóvember til enda mars mánaðar.

Á hverju ári eru málaferli gegn þeim sem eru að reyna að selja þá kínversku sem franska og getur sektin verið allt 1,6 milljón króna.

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið