Uncategorized
Framtíð Guinnes er óljós
Óvíst er hvort haldið verði áfram framleiðslu eins af þekktari bjórum Bretlandseyja, hins dökka Guinnes. Í þættinum The Money Programme: Last Orders for Guinnes? segir að sala bjórsins hafi minnkað umtalsvert bæði á Bretlandi og Írlandi. Tegundin var fyrst sett á laggirnar árið 1759 af herramanninum Arthur Guinnes í bruggsverksmiðju í St. Jamess Gate í Dublin á Írlandi.
Fram kom í þættinum að Guinnes ætli þó ekki að gefast upp svo auðveldlega. Nýlega hafi verið blásið til sóknar með Guinnes Red, sem sé ljósari og sætari tegund en hinn hefðbundni Guinnes. Samhliða því hefur um hálfri milljón punda verið varið í auglýsingarherferð í kringum verksmiðjuna.
Í þættinum kom fram að sala á Guinnes hafi minnkað um 13% á Bretlandi og að staðan sé enn verri á Írlandi, þar sem sala hefur minnkað um nærri 30% frá árinu 2001. Hinsvegar vekur athygli að salan gengur vel á svæðum á borð við Nígeríu og Ameríku. Leitt er að því líkum að breskir bragðlaukar hafi snúið sér í auknum mæli að ljósari bjórum. Þetta hefur allt haft sín áhrif á sölu þessa þekkta vörumerkis. Í þætti BBC um málið er talað um að Bretar leiti í auknum mæli eftir frískandi tegundum, en sala slíkra drykkja hefur aukist úr 7% af markaðshlutdeild árið 1970 í 70% nú til dags. Þá hefur sala léttvína aukist um heil 188% frá árinu 2005.
Í þættinum kom fram að þrátt fyrir gagnsókn Guinnes með Guinnes Red glími verksmiðjan nú við annað vandamál. Enn er ekki mögulegt að komast yfir bjórinn í dósum, en æ fleiri fá sér drykk heima hjá sér frekar en að fara út á knæpur Bretlands. BBC greinir frá því að fyrir fimmtán árum hafi fimmtungur bjórneyslunnar átt sér stað heima hjá fólki, en sé nú um 43% og sé stöðugt að aukast. Þrátt fyrir að Guinnes hafi hannað sérstakar dósir með kúlu fyrir hinn hefðbundna bjór sem geri það að verkum að hann hellist nákvæmlega í glasið heima líkt og á barnum, hefur tegundin ekki notið vinsælda heima fyrir, en frá þessu er greint frá á fréttavef DV.

-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí