Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Framkvæmdir á lokasprettinum – Myndir
Þeir sem hafa átt leið hjá Landssímareitnum undanfarið hafa eflaust tekið eftir miklum breytingum frá því sem áður var, en þar mun Icelandair hótel starfrækja hótel undir merkjum Curio by Hilton.
Tónlistarsalurinn NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd og einnig verða veitingastaðir, íbúðir og safn á reitnum.
Þótt mikið hafi verið framkvæmt þykja byggingarnar, bæði nýjar og gamlar, falla mjög vel að þeirri götumynd sem fyrir er og öðrum húsum í nærumhverfinu.
Nú er komið að lokasprettinum í framkvæmdum, sem ætti að vera lokið að mestu í júní næstkomandi. Þótt vegfarendur sjái aðeins það sem fyrir augu ber utanhúss eru iðnaðarmenn í óðaönn að setja upp innréttingar í herbergjum, leggja gólfefni, ganga frá loftum og svo framvegis.
Í nýja NASA-salnum hefjast þeir brátt handa við að setja upp innréttingar. Flísalögn í heilsulind í kjallara Thorvaldsensstrætis er 6 komin vel á veg. Þá styttist í að lóðafrágangur hefjist.
Myndir: facebook / Landssímareitur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa











