Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Framkvæmdir á lokasprettinum – Myndir
Þeir sem hafa átt leið hjá Landssímareitnum undanfarið hafa eflaust tekið eftir miklum breytingum frá því sem áður var, en þar mun Icelandair hótel starfrækja hótel undir merkjum Curio by Hilton.
Tónlistarsalurinn NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd og einnig verða veitingastaðir, íbúðir og safn á reitnum.
Þótt mikið hafi verið framkvæmt þykja byggingarnar, bæði nýjar og gamlar, falla mjög vel að þeirri götumynd sem fyrir er og öðrum húsum í nærumhverfinu.
Nú er komið að lokasprettinum í framkvæmdum, sem ætti að vera lokið að mestu í júní næstkomandi. Þótt vegfarendur sjái aðeins það sem fyrir augu ber utanhúss eru iðnaðarmenn í óðaönn að setja upp innréttingar í herbergjum, leggja gólfefni, ganga frá loftum og svo framvegis.
Í nýja NASA-salnum hefjast þeir brátt handa við að setja upp innréttingar. Flísalögn í heilsulind í kjallara Thorvaldsensstrætis er 6 komin vel á veg. Þá styttist í að lóðafrágangur hefjist.
Myndir: facebook / Landssímareitur
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi