Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Framkvæmdir á lokasprettinum – Myndir
Þeir sem hafa átt leið hjá Landssímareitnum undanfarið hafa eflaust tekið eftir miklum breytingum frá því sem áður var, en þar mun Icelandair hótel starfrækja hótel undir merkjum Curio by Hilton.
Tónlistarsalurinn NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd og einnig verða veitingastaðir, íbúðir og safn á reitnum.
Þótt mikið hafi verið framkvæmt þykja byggingarnar, bæði nýjar og gamlar, falla mjög vel að þeirri götumynd sem fyrir er og öðrum húsum í nærumhverfinu.
Nú er komið að lokasprettinum í framkvæmdum, sem ætti að vera lokið að mestu í júní næstkomandi. Þótt vegfarendur sjái aðeins það sem fyrir augu ber utanhúss eru iðnaðarmenn í óðaönn að setja upp innréttingar í herbergjum, leggja gólfefni, ganga frá loftum og svo framvegis.
Í nýja NASA-salnum hefjast þeir brátt handa við að setja upp innréttingar. Flísalögn í heilsulind í kjallara Thorvaldsensstrætis er 6 komin vel á veg. Þá styttist í að lóðafrágangur hefjist.
Myndir: facebook / Landssímareitur

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars