Smári Valtýr Sæbjörnsson
Frábært myndband frá Hótel Sögu með skemmtilegum húmor

Helgi Björnsson, Saga Garðarsdóttir eru á meðal þeirra sem sjá um að halda uppi stemningunni á Hótel Sögu
Radisson Blu Hótel Saga býður uppá skemmtilega viðburði í aðdraganda jólanna en nýr og glæsilegur Súlnasalur verður frumsýndur á jólahlaðborðum Hótel Sögu í ár.
Skruna niður til að horfa á myndband.
Jólahlaðborðin hefjast þann 17. nóvember og verða haldin föstudaga og laugardaga til og með 16. desember.
Hingað til hafa hlaðborðin einkennst af húmor, tónlist og gleði og verða ekki síðri í ár en Helgi Björnsson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Thorlacius & Siggi Hlö sjá um að halda uppi stemningunni.
Í ár verður einnig boðið upp á ljúffengan jólabrunch, þann 2. & 10. desember.
Á Mímisbar er „Happy Hour“ alla daga á milli 16-18 og tilvalið fyrir hópa að mæta fyrr og næla sér í einn ískaldann jólabjór, jólakokteil eða bara Malt og Appelsín í góðra vina hóp í notalegu umhverfi Mímisbars.
Radisson Blu Hótel Saga býður einnig uppá skemmtilegar lausnir fyrir hópa um jólin.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við söludeild í síma 525 9930 eða á [email protected].
Vídeó
Með fylgir skemmtilegt myndband þar sem húmorinn ræður ríkjum en Súlnasalur er fokheldur og miklar framkvæmdir í gangi og jólahlaðborð eftir tvo og hálfan mánuð.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi





