Smári Valtýr Sæbjörnsson
Frábært myndband frá Hótel Sögu með skemmtilegum húmor
Radisson Blu Hótel Saga býður uppá skemmtilega viðburði í aðdraganda jólanna en nýr og glæsilegur Súlnasalur verður frumsýndur á jólahlaðborðum Hótel Sögu í ár.
Skruna niður til að horfa á myndband.
Jólahlaðborðin hefjast þann 17. nóvember og verða haldin föstudaga og laugardaga til og með 16. desember.
Hingað til hafa hlaðborðin einkennst af húmor, tónlist og gleði og verða ekki síðri í ár en Helgi Björnsson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Thorlacius & Siggi Hlö sjá um að halda uppi stemningunni.
Í ár verður einnig boðið upp á ljúffengan jólabrunch, þann 2. & 10. desember.
Á Mímisbar er „Happy Hour“ alla daga á milli 16-18 og tilvalið fyrir hópa að mæta fyrr og næla sér í einn ískaldann jólabjór, jólakokteil eða bara Malt og Appelsín í góðra vina hóp í notalegu umhverfi Mímisbars.
Radisson Blu Hótel Saga býður einnig uppá skemmtilegar lausnir fyrir hópa um jólin.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við söludeild í síma 525 9930 eða á [email protected].
Vídeó
Með fylgir skemmtilegt myndband þar sem húmorinn ræður ríkjum en Súlnasalur er fokheldur og miklar framkvæmdir í gangi og jólahlaðborð eftir tvo og hálfan mánuð.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði