Smári Valtýr Sæbjörnsson
Frábært myndband frá Hótel Sögu með skemmtilegum húmor

Helgi Björnsson, Saga Garðarsdóttir eru á meðal þeirra sem sjá um að halda uppi stemningunni á Hótel Sögu
Radisson Blu Hótel Saga býður uppá skemmtilega viðburði í aðdraganda jólanna en nýr og glæsilegur Súlnasalur verður frumsýndur á jólahlaðborðum Hótel Sögu í ár.
Skruna niður til að horfa á myndband.
Jólahlaðborðin hefjast þann 17. nóvember og verða haldin föstudaga og laugardaga til og með 16. desember.
Hingað til hafa hlaðborðin einkennst af húmor, tónlist og gleði og verða ekki síðri í ár en Helgi Björnsson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Thorlacius & Siggi Hlö sjá um að halda uppi stemningunni.
Í ár verður einnig boðið upp á ljúffengan jólabrunch, þann 2. & 10. desember.
Á Mímisbar er „Happy Hour“ alla daga á milli 16-18 og tilvalið fyrir hópa að mæta fyrr og næla sér í einn ískaldann jólabjór, jólakokteil eða bara Malt og Appelsín í góðra vina hóp í notalegu umhverfi Mímisbars.
Radisson Blu Hótel Saga býður einnig uppá skemmtilegar lausnir fyrir hópa um jólin.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við söludeild í síma 525 9930 eða á hotelsaga@hotelsaga.is.
Vídeó
Með fylgir skemmtilegt myndband þar sem húmorinn ræður ríkjum en Súlnasalur er fokheldur og miklar framkvæmdir í gangi og jólahlaðborð eftir tvo og hálfan mánuð.
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið