Viðtöl, örfréttir & frumraun
Forréttabarinn með Berunes PopUp
Í stórfenglegum fjallasal við Berufjörðinn gengt Djúpavogi mun Forréttabarinn galdra fram girnilega og gómsæta rétti innblásna úr matarkistu austurlands yfir mánuðina júlí og ágúst 2022.
Róbert Ólafsson eigandi og matreiðslumaður Forréttabarsins er fæddur og uppalinn á Berunesi. Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í eldhúsinu heima í Berunesi undir leiðsögn Önnu móður sinnar og Sigríðar ömmu, þá hefur hann nú starfað í eldhúsum bæði hér heima og erlendis í yfir 30 ár.
Við mælum klárlega með dvöl á þessum einstaka stað á austfjörðunum í amk 2 nætur því fjölbreytt afþreying er þar í boði, allt frá göngu uppá Steinketil og hinn glæsilega Búlandstind til rómantískra göngu meðfram stórskorinni ströndinni.
Með alþjóðlegar viðurkenningar í farteskinu býður HI Hostel Berunes uppá gistingu fyrir um 50 gesti í herbergjum og smáhýsum, ásamt huggulegu tjaldstæði.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya









