Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Forréttabarinn með Berunes PopUp

Birting:

þann

Róbert Ólafsson

Róbert Ólafsson

Í stórfenglegum fjallasal við Berufjörðinn gengt Djúpavogi mun Forréttabarinn galdra fram girnilega og gómsæta rétti innblásna úr matarkistu austurlands yfir mánuðina júlí og ágúst 2022.

Róbert Ólafsson eigandi og matreiðslumaður Forréttabarsins er fæddur og uppalinn á Berunesi. Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í eldhúsinu heima í Berunesi undir leiðsögn Önnu móður sinnar og Sigríðar ömmu, þá hefur hann nú starfað í eldhúsum bæði hér heima og erlendis í yfir 30 ár.

Berunes

Á Berunesi hefur fjölskylda Róberts tekið á móti ferðalöngum í tæp 50 ár.

Við mælum klárlega með dvöl á þessum einstaka stað á austfjörðunum í amk 2 nætur því fjölbreytt afþreying er þar í boði, allt frá göngu uppá Steinketil og hinn glæsilega Búlandstind til rómantískra göngu meðfram stórskorinni ströndinni.

Með alþjóðlegar viðurkenningar í farteskinu býður HI Hostel Berunes uppá gistingu fyrir um 50 gesti í herbergjum og smáhýsum, ásamt huggulegu tjaldstæði.

Pantið hér á Dineout.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið