Íslandsmót iðn- og verkgreina
Forkeppnin í nemakeppni í bakstri 2014
Forkeppni í nemakeppni í bakstri verður miðvikudag og fimmtudag 26. og 27. febrúar. Skipt verður í 4 – 5 manna hópa og ræðst fjöldi hópa af þátttöku.
4 keppendur komast í úrslit og verður úrslitakeppnin haldin á þriðjudegi 4. mars frá kl. 15-18 og miðvikudegi 5. mars kl. 9-15.
Vörum úr úrslitakeppni verður stillt út á sýningarsvæði á miðvikudagskvöldi og verður til sýnis á Íslandsmóti Iðn- og verkgreina sem haldin er í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi dagana 6. – 8. mars 2014, en höllin er staðsett við Vallarkór í Vatnsendahverfi.
Verðlaun verða afhent á sýningarsvæðinu í Kórnum á fimmtudagsmorgni.
Forkeppnin:
- A. 1 stór brauðategund 500 – 800 gr. 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
- B. 1 smábrauðategund 30 stk. á 40 – 80 gr. Þema : morgunverðar brauð. Ekki leyft að rúlla smjörlíki í deigið. Að öðru leyti frjálst.
- C. 3 vínarbrauðstegundir, 50 – 80 gr. eftir bakstur, 20 stk. af tegund. Frjáls úrvinnsla úr afgangi af deigi, þó að hámarki úr 1 kg. af deigi.
- D. Skraut stykki. Frjálst þema.
- E. Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu. Stærð ca. 120 x 80 cm. með hvítum dúkum.
Sérstök athygli skal vakin á því að ekkert annað en keppnisframleiðslan er leyfð á borðið.
Keppnisreglur í forkeppninni – Miðvikudaginn 26. og 27. febrúar:
- Keppendur í hópi 1 mæta á svæðið kl. 8.30
- Kl. 9.00 hefst forkeppnin.
- Keppendur hafa 5 klst. sem þeir mega nota að vild.
- Ath. allt mjöl og korn skal vera frá Kornax og verður það ásamt öllum grunn-hráefnum á keppnisstað.
- Engar mjölblöndur (brauðamix) eru leyfðar.
- Keppendum er heimilt að nota hjálparefni svo sem gernæringarefni, súrdeig, litarefni o.þ.h. að höfðu samráði við dómara.
- Keppendum er heimilt að koma með slík efni með sér ef þau eru ekki til á keppnisstað en tilkynna skal um slíkt fyrirfram.
- Öll deig skulu vera fyrirfram útreiknuð og nákvæmlega löguð. Deig afgangar mega ekki vera meiri en 250 grömm í hverri deigtegund.
- Reiknuð eru 5 refsistig fyrir hver byrjuð 250 grömm eftir það.
- Keppendur verða að hafa lokið öllu þ.m.t. uppstillingu á 5 klst.
- Reiknuð eru 5 refsistig á hverjar byrjaðar 15 mínútur sem keppandi fer umfram 5 klukkustundir.
- Þegar keppandi hefur lokið öllu skal hann láta dómara vita.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður