Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Forkeppnin í nemakeppni í bakstri 2014

Birting:

þann

Vínarbrauð

Forkeppni í nemakeppni í bakstri verður miðvikudag og fimmtudag 26. og 27. febrúar.  Skipt verður í 4 – 5 manna hópa og ræðst fjöldi hópa af þátttöku.

4 keppendur komast í úrslit og verður úrslitakeppnin haldin á þriðjudegi 4. mars frá kl. 15-18 og miðvikudegi 5. mars kl. 9-15.

Vörum úr úrslitakeppni verður stillt út á sýningarsvæði á miðvikudagskvöldi og verður til sýnis á Íslandsmóti Iðn- og verkgreina sem haldin er í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi dagana 6. – 8. mars 2014, en höllin er staðsett við Vallarkór í Vatnsendahverfi.

Verðlaun verða afhent á sýningarsvæðinu í Kórnum á fimmtudagsmorgni.

Forkeppnin:

  • A. 1 stór brauðategund  500 – 800 gr.   10 stk. af teg.  Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
  • B. 1 smábrauðategund  30 stk. á 40 – 80 gr.  Þema : morgunverðar brauð.  Ekki leyft að rúlla smjörlíki í deigið. Að öðru leyti frjálst.
  • C. 3 vínarbrauðstegundir, 50 – 80 gr. eftir bakstur, 20 stk. af tegund.  Frjáls úrvinnsla úr afgangi af deigi, þó að hámarki úr 1 kg. af deigi.
  • D. Skraut stykki. Frjálst þema.
  • E. Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu.  Stærð ca. 120 x 80 cm. með hvítum dúkum.

Sérstök athygli skal vakin á því að ekkert annað en keppnisframleiðslan er leyfð á borðið.

Keppnisreglur í forkeppninni – Miðvikudaginn 26. og 27. febrúar:

  • Keppendur í hópi 1 mæta á svæðið kl.  8.30
  • Kl. 9.00 hefst forkeppnin.
  • Keppendur hafa 5 klst. sem þeir mega nota að vild.
  • Ath. allt mjöl og korn skal vera frá Kornax og verður það ásamt öllum grunn-hráefnum á keppnisstað.
  • Engar mjölblöndur (brauðamix) eru leyfðar.
  • Keppendum er heimilt að nota hjálparefni svo sem gernæringarefni, súrdeig, litarefni o.þ.h. að höfðu samráði við dómara.
  • Keppendum er heimilt að koma með slík efni með sér ef þau eru ekki til á keppnisstað en tilkynna skal um slíkt fyrirfram.
  • Öll deig skulu vera fyrirfram útreiknuð og nákvæmlega löguð. Deig afgangar mega ekki vera meiri en 250 grömm í hverri deigtegund.
  • Reiknuð eru 5 refsistig fyrir hver byrjuð 250 grömm eftir það.
  • Keppendur verða að hafa lokið öllu þ.m.t. uppstillingu á 5 klst.
  • Reiknuð eru 5 refsistig á hverjar byrjaðar 15 mínútur sem keppandi fer umfram 5 klukkustundir.
  • Þegar keppandi hefur lokið öllu skal hann láta dómara vita.

 

Mynd: úr safni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið