Freisting
Food & Fun í St. Pétursborg
Formaður Freistingar meðal konunga í St. Pétursborg á Food and Fun.
Á dögunum var farið með vöskum hópi matreiðslumanna til St. Pétursborgar í útrás Food and Fun hátíðarinnar.
Nú hafa verið haldnar hátíðir í Washington D.C., St. Pétursborg og að sjálfsögðu Reykjavík. Þarna voru komnir saman matreiðslumenn frá Washington D.C, Helsinki, Osló og Reykjavík. Á matseðli þriggja veitingastaða var lamb og íslenskur þorskur. Á hverjum stað voru 3-4 matreiðslumenn sem töfruðu fram kræsingar, hver að sínum hætti. Ísland var þarna í aðalhlutverki og kynningin ótrúlega góð.
Alls staðar var hægt að sjá kynningar um hátíðina sem og sjónvarpsmyndavélar að fylgjast með ævintýrinu, þar sem hersing matreiðslumanna með íslendinga í fararbroddi málaði bæinn rauðann.
Á rússnesku heimasíðu Food and Fun hátíðarinnar www.foodandfun.ru er hægt að sjá frábæra kynningu hátíðarinnar fyrir innfædda. Upplýsingar um veitingastaðina má finna á www.elbagroup.ru , www.probka.org og www.moskva.su . Húsfylli kátra gesta veitingastaðann höfðu allir á orði ágæti íslenska þorskins. Hér má finna einn af matseðlum hátíðarinnar á veitingastaðnum Riba: www.foodandfun.ru/images/menu1.jpg
Einnig er hægt að skoða myndir m.a. af kynningarhófi sem haldið var til heiðurs matreiðslumönnunum og stöðunum sem þeir sóttu heim. Þar er greinilegt að ekki var langt í fjörið hjá þessum snillingum.
Fleiri myndir á:
Myndasafn 1
www.trudu.net/gallery.php?id=227
Myndasafn 2
spb.geometria.ru/index.php?show=gallery&gallery=7385
Myndasafn 3
www.electronica.spb.ru/?area=photo&date=2006-09&id=140
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s