Freisting
Food and Fun kokkar verðlaunaðir
|
Claus Henriksen, yfirkokkur á Dragsholm Castle við Lammefjord í Danmörku, hefur verið valinn Food and Fun kokkur ársins. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin fer fram en sextán erlendir matreiðslumeistarar frá Evrópu og Bandaríkjunum settu upp fjögurra rétta matseðla á jafnmörgum veitingastöðum víðsvegar um Reykjavík.
Henriksen var gestakokkur á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu. Var það álit dómnefndar að réttir hans hafi verið fagurlega framsettir og einkar bragðgóðir.
Að auki voru veitt verðlaun fyrir besta fiskréttinn en þau hlaut Stephen Lewandowski frá Tribeca Grill í New York en hann setti upp sinn seðil á Brasserie Grand. Hinn hollenski Alfred Van Dijk, gestakokkur á Við Tjörnina, átti besta kjötréttinn en hin daska Lisa Ballisager, frá Restaurant Kiin Kiin í Kaupmannahöfn, átti besta eftirréttinn sem gestir Domo fengu að bragða á.
Í dómnefnd sátu Michael Ginor frá Hudson Valley Foi Gras í New York, Flora Mikula frá veitingastaðnum Flora í París, Jonas Lundgren silfurverðlaunahafi á Bocouse d’or keppnini árið 2009, William Kovel frá Four Seasons hótelinu í Boston og Jeffrey Buben veitingamaður og mikill Íslandsvinur sem rekur hina vinsælu veitingastaði Vidalia og Bistro bis í Washington DC.
Af vef Mbl.is
Mynd: foodandfun.is/Sigurjón Ragnar | [email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or