Vertu memm

Freisting

Food and Fun kokkar verðlaunaðir

Birting:

þann

 
Stephen Lewandowski, Lisa Ballisager, Claus Henriksen og Alfred Van Dijk

Claus Henriksen, yfirkokkur á Dragsholm Castle við Lammefjord í Danmörku, hefur verið valinn Food and Fun kokkur ársins. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin fer fram en sextán erlendir matreiðslumeistarar frá Evrópu og Bandaríkjunum settu upp fjögurra rétta matseðla á jafnmörgum veitingastöðum víðsvegar um Reykjavík.

Henriksen var gestakokkur á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu. Var það álit dómnefndar að réttir hans hafi verið fagurlega framsettir og einkar bragðgóðir.

Að auki voru veitt verðlaun fyrir besta fiskréttinn en þau hlaut Stephen Lewandowski frá Tribeca Grill í New York en hann setti upp sinn seðil á Brasserie Grand. Hinn hollenski Alfred Van Dijk, gestakokkur á Við Tjörnina, átti besta kjötréttinn en hin daska Lisa Ballisager, frá Restaurant Kiin Kiin í Kaupmannahöfn, átti besta eftirréttinn sem gestir Domo fengu að bragða á.

Í dómnefnd sátu Michael Ginor frá Hudson Valley Foi Gras í New York, Flora Mikula frá veitingastaðnum Flora í París, Jonas Lundgren silfurverðlaunahafi á Bocouse d’or keppnini árið 2009, William Kovel frá Four Seasons hótelinu í Boston og  Jeffrey Buben veitingamaður og mikill Íslandsvinur sem rekur hina vinsælu veitingastaði Vidalia og Bistro bis í Washington DC.

Af vef Mbl.is

Mynd: foodandfun.is/Sigurjón Ragnar | [email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið