Vertu memm

Frétt

Fölsuð matvæli og drykkir að verðmæti 100 milljónir evra gerð upptæk

Birting:

þann

Fölsuð matvæli og drykkir að verðmæti 100 milljónir evra gerð upptæk

Mikið magn af hættulegum matvælum og drykkjum voru gerð upptæk í viðamikilli aðgerð í mörgum löndum.  Áætlað verðmæti á vörunum er um 100 milljónir evra, en aðgerðin var skipulögð af Europol, lögreglunni.

672 einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið og stendur rannsóknin enn yfir í mörgum löndum, en þau eru Ástralía, Belgía, Búlgaría, Cyprus, Spánn, Finnland, Frakkland, Krótatía, Írland, Ítalía, Litháen, Portúgal, Svíþjóð, Slóvanía, Slóvakía og Bretland.

Aðgerðin hófst í desember 2018 og stóð yfir til apríl s.l.

Fölsuð matvæli og drykkir að verðmæti 100 milljónir evra gerð upptæk

Lögreglan á Ítalíu gerði t.a.m. yfir 150 þúsund lítra af sólblómaolíu upptæka, en hún var látin til líta út eins og ólífuolía með því að bæta ýmsum efnum við hana.

Alls voru um 16.000 tonn af mat og 33 milljón lítrar af drykkjum gerð upptæk í verslunum, mörkuðum, flugvöllum, höfnum og atvinnuhúsnæði.

„Þessi aðgerð sýnir enn einu sinni að glæpamenn munu nýta sér hvert tækifæri til að græða.“

sagði Jari Liukku , yfirmaður í deild skipulegra glæpasamtaka Europols í fréttatilkynningu.

Myndir: Europol

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið