Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flottir réttir á nýjum matseðli hjá Fröken Reykjavík – Myndir
Fröken Reykjavík Kitchen & Bar er glæsilegur veitingastaður sem staðsettur er í hjarta Reykjavíkur við Lækjargötu 12. Lagt er áherslu á ný-Evrópska matargerð þar sem boðið er upp á fjölbreytta rétti.
Á veitingastaðnum sem hannaður er með ívafi af Art Deco stíl er líflegur bar, vínherbergi, garður og opið eldhús þar sem þú getur fylgst með kokkunum elda matinn. Fágaðar innréttingar í dökk gráum og bláum litatónum og hlýlegum við mynda fullkomna umgjörð fyrir einstaka matarupplifun.
Fröken Reykjavík Garðurinn
Í boði er dagseðill yfir daginn og kvöldverðarseðillinn alla daga milli 18:00-22:00. Fröken Reykjavík garðurinn er opinn alla daga en þar er hægt að sitja og njóta matarins, þá bæði úti þegar vel viðrar og inni í kósýheit.
Yfirkokkur staðarins er Ómar Stefánsson matreiðslumeistari. Ómar hefur unnið á fjölmörgum viðurkenndum veitingastöðum í gegnum árin (Saison, Dill, Vox) auk þess að hafa verið í kokkalandsliðinu í fjögur ár.
Dagseðill
Kvöld
Sælkeraveisla
Gunnlaugur Atli Magnússon er yfirþjónn á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar, en hann hefur hannað glæsilegan kokteilaseðil eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park









































