Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Flottir réttir á nýjum matseðli hjá Fröken Reykjavík – Myndir

Birting:

þann

Fröken Reykjavík Kitchen & Bar er glæsilegur veitingastaður sem staðsettur er í hjarta Reykjavíkur við Lækjargötu 12.  Lagt er áherslu á ný-Evrópska matargerð þar sem boðið er upp á fjölbreytta rétti.

Á veitingastaðnum sem hannaður er með ívafi af Art Deco stíl er líflegur bar, vínherbergi, garður og opið eldhús þar sem þú getur fylgst með kokkunum elda matinn. Fágaðar innréttingar í dökk gráum og bláum litatónum og hlýlegum við mynda fullkomna umgjörð fyrir einstaka matarupplifun.

Fröken Reykjavík Garðurinn

Í boði er dagseðill yfir daginn og kvöldverðarseðillinn alla daga milli 18:00-22:00.  Fröken Reykjavík garðurinn er opinn alla daga en þar er hægt að sitja og njóta matarins, þá bæði úti þegar vel viðrar og inni í kósýheit.

Fröken Reykjavík Kitchen & Bar - Hótel Reykjavík Saga

Ómar Stefánsson matreiðslumeistari

Yfirkokkur staðarins er Ómar Stefánsson matreiðslumeistari.  Ómar hefur unnið á fjölmörgum viðurkenndum veitingastöðum í gegnum árin (Saison, Dill, Vox) auk þess að hafa verið í kokkalandsliðinu í fjögur ár.

Dagseðill

Fröken Reykjavík Kitchen & Bar - Hótel Reykjavík Saga

Kvöld

Fröken Reykjavík Kitchen & Bar - Hótel Reykjavík Saga

Sælkeraveisla

Fröken Reykjavík Kitchen & Bar - Hótel Reykjavík Saga

Gunnlaugur Atli Magnússon er yfirþjónn á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar, en hann hefur hannað glæsilegan kokteilaseðil eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 Bubbly seðill

 Drykkjar seðill

 Vínseðill

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið