Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flóran opnar eftir vetrardvala
Café Flóra í Grasagarðinum í Laugardal hefur opnað eftir vetrardvala, en þetta skemmtilega skandinavíska bistró er opið frá 1. maí til 1. september ár hvert. Þar sem veðrið hefur verið svo dásamlegt síðustu daga og spáin góð framundan, þá hvar ákveðið að opna aðeins fyrr.
Rekstraraðili Flórunnar er smurbrauðsdrottning okkar Íslendinga Marentza Poulsen. Síðastliðinn vetur hefur Marentza t.a.m. aðstoðað Klambrar Bistrø á Kjarvalstöðum við gerð á smurbrauði, en staðurinn hefur boðið upp á 3-4 tegundir af smurbrauði að hætti Frú Poulsen.
Sjá einnig:
Veitingageirinn.is hefur oft heimsótt Café Flóru í gegnum árin enda staðurinn einn af betri veitingastöðum landsins með mikinn metnað.
Fleiri fréttir um Café Flóru er hægt að lesa með því að smella hér.
Flóran hefur ávallt haft það sem markmið að nota besta fáanlega hráefni með áherslu á lífræna ræktun og milliliðalaus viðskipti beint við býli.
Matseðillinn samanstendur af léttum og einföldum réttum sem eru í anda skandinavískrar matarhefðar og eru unnir úr hráefni sem er að mestu sótt í garðinn og sveitir landsins.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata