Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flóran opnar eftir vetrardvala
Café Flóra í Grasagarðinum í Laugardal hefur opnað eftir vetrardvala, en þetta skemmtilega skandinavíska bistró er opið frá 1. maí til 1. september ár hvert. Þar sem veðrið hefur verið svo dásamlegt síðustu daga og spáin góð framundan, þá hvar ákveðið að opna aðeins fyrr.
Rekstraraðili Flórunnar er smurbrauðsdrottning okkar Íslendinga Marentza Poulsen. Síðastliðinn vetur hefur Marentza t.a.m. aðstoðað Klambrar Bistrø á Kjarvalstöðum við gerð á smurbrauði, en staðurinn hefur boðið upp á 3-4 tegundir af smurbrauði að hætti Frú Poulsen.
Sjá einnig:
Veitingageirinn.is hefur oft heimsótt Café Flóru í gegnum árin enda staðurinn einn af betri veitingastöðum landsins með mikinn metnað.
Fleiri fréttir um Café Flóru er hægt að lesa með því að smella hér.
Flóran hefur ávallt haft það sem markmið að nota besta fáanlega hráefni með áherslu á lífræna ræktun og milliliðalaus viðskipti beint við býli.
Matseðillinn samanstendur af léttum og einföldum réttum sem eru í anda skandinavískrar matarhefðar og eru unnir úr hráefni sem er að mestu sótt í garðinn og sveitir landsins.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






