Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flóran opnar eftir vetrardvala
Café Flóra í Grasagarðinum í Laugardal hefur opnað eftir vetrardvala, en þetta skemmtilega skandinavíska bistró er opið frá 1. maí til 1. september ár hvert. Þar sem veðrið hefur verið svo dásamlegt síðustu daga og spáin góð framundan, þá hvar ákveðið að opna aðeins fyrr.
Rekstraraðili Flórunnar er smurbrauðsdrottning okkar Íslendinga Marentza Poulsen. Síðastliðinn vetur hefur Marentza t.a.m. aðstoðað Klambrar Bistrø á Kjarvalstöðum við gerð á smurbrauði, en staðurinn hefur boðið upp á 3-4 tegundir af smurbrauði að hætti Frú Poulsen.
Sjá einnig:
Veitingageirinn.is hefur oft heimsótt Café Flóru í gegnum árin enda staðurinn einn af betri veitingastöðum landsins með mikinn metnað.
Fleiri fréttir um Café Flóru er hægt að lesa með því að smella hér.
Flóran hefur ávallt haft það sem markmið að nota besta fáanlega hráefni með áherslu á lífræna ræktun og milliliðalaus viðskipti beint við býli.
Matseðillinn samanstendur af léttum og einföldum réttum sem eru í anda skandinavískrar matarhefðar og eru unnir úr hráefni sem er að mestu sótt í garðinn og sveitir landsins.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni21 klukkustund síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann