Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flóran opnar eftir vetrardvala
Café Flóra í Grasagarðinum í Laugardal hefur opnað eftir vetrardvala, en þetta skemmtilega skandinavíska bistró er opið frá 1. maí til 1. september ár hvert. Þar sem veðrið hefur verið svo dásamlegt síðustu daga og spáin góð framundan, þá hvar ákveðið að opna aðeins fyrr.
Rekstraraðili Flórunnar er smurbrauðsdrottning okkar Íslendinga Marentza Poulsen. Síðastliðinn vetur hefur Marentza t.a.m. aðstoðað Klambrar Bistrø á Kjarvalstöðum við gerð á smurbrauði, en staðurinn hefur boðið upp á 3-4 tegundir af smurbrauði að hætti Frú Poulsen.
Sjá einnig:
Veitingageirinn.is hefur oft heimsótt Café Flóru í gegnum árin enda staðurinn einn af betri veitingastöðum landsins með mikinn metnað.
Fleiri fréttir um Café Flóru er hægt að lesa með því að smella hér.
Flóran hefur ávallt haft það sem markmið að nota besta fáanlega hráefni með áherslu á lífræna ræktun og milliliðalaus viðskipti beint við býli.
Matseðillinn samanstendur af léttum og einföldum réttum sem eru í anda skandinavískrar matarhefðar og eru unnir úr hráefni sem er að mestu sótt í garðinn og sveitir landsins.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss