Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fjórir toppstaðir undir einu tjaldi – íslenskir matreiðslumeistarar setja svip sinn á matarhátíð í Noregi – Myndir

Birting:

þann

Gladmat - Fjórir toppstaðir undir einu tjaldi – íslenskir matreiðslumeistarar setja svip sinn á matarhátíð í Noregi – Myndir

Fjórir af framúrskarandi veitingastöðum Stavanger sameinast í ár undir sama þaki á stærstu mataráhátíð Norðurlanda, Gladmat.

Fjórir staðir – eitt tjald

Veitingastaðirnir sem mynda þessa einstöku einingu eru:

Fisketorget – vel þekktur sjávarréttastaður í hjarta Stavanger, sem býður nú „speket kveite“, eða þurrkaðan og reyktan lúðu rétt – tilbrigði við hefðbundna norska sjávarmatargerð.

Seid (eða Seiður) er grill og Coktailbar á efstu hæð i hæsta húsi í Stavanger. Maturinn og drykkirnir eru innblásnir frá gamla norræna tímanum og þar sem maturinn er eldaður yfir kolum, og drykkirnir bera galdra. Notast við hráefni úr nærumhverfinu.

Ilo Café & Restaurant – evrópskur veitingastaður með nútímalega aðferð við að matreiða svínarillettes úr hráefnum úr Sola og Rennesøy.

Vingtor, sem er hluti af Matboden-samsteypunni – kemur inn með fjölbreytt úrval og fær tækifæri til að skína með sérstöku framlagi innan þessa matartjalds.

Saman mynda þessir staðir Matboden-tjaldið á Fisketorget – miðpunkt nýsköpunar í matargerð á hátíðinni.

Sigurður Rúnar Ragnarsson

Sigurður Rúnar Ragnarsson.
Mynd: Thomas X Floyd

Á bak við tvo af þátttakendunum, Seid og Ilo, stendur íslenskur matreiðslumeistari, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sem á og rekur báða staðina. Með því fær íslensk matargerð óbeina nærveru á hátíðinni, þar sem réttir frá þessum tveimur veitingahúsum hafa vakið athygli fyrir frumleika og hágæðahráefni.

Sjá einnig: „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar

Íslenskur matreiðslumeistari í lykilhlutverki

Fjórir toppstaðir undir einu tjaldi – íslenskir matreiðslumeistarar setja svip sinn á matarhátíð í Noregi – Myndir

Stefán Ingi Svansson

Stefán Ingi Svansson, matreiðslumeistari, starfar hjá mér í Matboden K8 – sem nær bæði til veitingastaðanna Ilo og Seid – þar gegnir hann stöðu framleiðslustjóra,“

segir Sigurður Rúnar Ragnarsson í samtali við Veitingageirinn.is.

„Sjálfur stýri ég systurfyrirtækinu Matboden Rogaland, sem sér um alla veitingarekstur í K8-turninum, nýrri skrifstofu- og þjónustubyggingu í miðborg Stavanger.“

Stefán Ingi hyggst snúa heim til Íslands í júlí eftir margra ára dvöl í Noregi. Hann flutti fyrst þangað árið 2015, en dvaldi síðar um tíma á Sauðárkróki áður en hann sneri aftur til Noregs árið 2022.

Markmiðið: að koma gestum á óvart

Gladmat - Fjórir toppstaðir undir einu tjaldi – íslenskir matreiðslumeistarar setja svip sinn á matarhátíð í Noregi – Myndir

Framleiðendur rétta voru með frjálsar hendur til að skapa eitthvað einstakt fyrir hátíðina, og áherslan er á hráefni úr heimabyggð, óhefðbundnar aðferðir og skapandi samsetningar. Þeir réttir sem boðnir verða eru ekki á hefðbundnum matseðlum staðanna – heldur eru þeir sérstaklega þróaðir fyrir þessa samvinnu.

„Við viljum að fólk verði hissa,“

segir Benedikte Bjerke, verkefnastjóri hjá Gladmat, í samtali við rastavanger.no.

„Þetta er samstarf staða sem vanalega vinna sitt í sitthvoru lagi – en hér fá þeir að skapa saman og ögra hefðbundnum hugmyndum um ‘hátíðarmat’.“

Gladmat sameinar mat og nýsköpun – hátíðin stendur yfir 25.–28. júní

Matboden-tjaldið verður hluti af hátíðinni, þar sem gestir fá að upplifa matreiðslusýningar, keppnir og skemmtanir. Gladmat hátíðin fer fram 25. júní til 28. júní.

„Við sjáum vaxandi áhuga á því að veitingamenn vinni saman og deili hugmyndum – og þetta er tilraun til að skapa lifandi, faglegan og skapandi vettvang fyrir slíkt samstarf,“

segir Bjerke.

Myndir: Sigurður Rúnar Ragnarsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið