Neminn
Fjórir Íslenskir matreiðslunemar á leið til Bandaríkjanna
Frá vinstri: Ívar Þórðarson Hótel Sögu Radisson SAS – Hinrik Carl Ellertsson Óperu – Jóhannes H. Proppé Nordica Hótel – Guðjón Kristján Grand Hótel
Fjórir matreiðslunemar úr 3ja bekk eru á leið til Bandaríkjanna fyrir tilstilli Hilmars B. Jónssonar, en hann og fyrirtækið Icelandic sem hann vinnur hjá ásamt fyrirtækinu Aramark sem er lang stærsti kaupandinn á íslenskum fisk í Bandaríkjunum óskuðu eftir að fá nemana til að vinna í glæsilegum mötuneytum þar sem þeir eiga að sjá um fiskréttina, en í þessum mötuneytum getur starfsfólk valið úr nokkrum réttum.
Að þessu sinni voru nöfn nemanna sett í kokkahúfu og drógu Guðmundur og Ragnar nöfn þeirra nema sem færu til Bandaríkjanna
.
Þeir sem fara eru:
-
Ívar Þórðarson Hótel Sögu Radisson SAS
-
Hinrik Carl Ellertsson Óperu
-
Jóhannes H. Proppé Nordica Hótel
-
Guðjón Kristján Grand Hótel
Farið verður 11. nóvember og komið heim 18. nóvember. Flogið verður til Baltimore þar sem Hilmar tekur nemana í sína vörslu og ekur með þá til New York þar sem þeir eru bókaðir á glæsihótelið Millienum Plaza á Manhattan.
Nemendur munu síðan vinna sín verk eldhúsunum frá kl. 8:00 til kl 14:00. í fimm daga. Einnig munu þeir sjá um þrjá 20. manna glæsi kvöldverði fyrir gesti og stjórn Aramark.
Chuck markaðstjóri hjá Aramark verður einnig með strákunum og hefur þegar skipulagt kvöldverði fyrir þá á top stöðum í New York.
Mikilvægt er að þetta samstarfsverkefni Hótel- og matvælaskólans, Hilmars, Icelandic og Aramark gangi vel því að gaman væri að þetta gæti orðið árlegur viðburður og hvatning fyrir nemendur skólans að komast í svona vinnu- náms og fræðsluferð.
Það er samheldinn og góður hópur í skólanum í dag og gaman hefði verið að allir úr 3ja bekk færu í svona ferð, mötuneytin fleiri og verkefnið stærra en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.
Þess ber að geta að þessir 4 snillingar voru einmitt í bóklegu tíma hjá Guðmundi þegar þessi mynd var tekin og eru þar af leiðandi ekki galla.
Guðmundur Guðmundsson
Ragnar Wessman
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi