Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fjöreggið leitar eftir ábendingum
Þekkir þú til fyrirtækis, stofnunar eða einstaklings sem sýnt hefur frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði?
Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Ísland (MNÍ) verður haldinn í 21. sinn miðvikudaginn 16. október næstkomandi. Á matvæladeginum verða veitt árleg verðlaun, „FJÖREGG MNÍ,“ fyrir lofsvert framtak á matvæla og/eða næringarsviði. Fjöreggið, sem er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík, hefur frá upphafi verið veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins, en upplýsingar um „fjöregg“ fyrri ára má finna á heimasíðu samtakanna hér.
Allir eru hvattir til að benda á vörur eða gott framtak einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja sem sýnt hafa frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði og eru þess verðug að keppa til verðlaunanna. Mikilvægt er að setja fram rökstuðning með ábendingunni.
Tilnefningar á að senda á netfang Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, [email protected] eða á Fjöreggsnefndina fyrir 4. september næstkomandi, segir í fréttatilkynningu frá Fjöreggsnefndinni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti