Keppni
Fjölmargir sóttu um stöðu í Kokkalandsliðið og Ungkokka Íslands
Í byrjun apríl auglýsti Kokkalandsliðið lausar stöður í liðinu sem fer að hefja undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í Erfurt 2016. Leitað var að topp fagmönnum til að taka þátt í metnaðarfullu æfinga og keppnisstarfi liðsins næstu 2 árin. Að auki var auglýst eftir áhugasömum ungkokkum til að starfa og aðstoða landsliðið við undirbúning fyrir keppnina í Erfurt.
Það voru sjö einstaklingar sem sóttu um stöður í Kokkalandsliðinu fyrir utan þá landsliðsmenn sem gáfu kost á sér. Tólf umsóknir bárust frá áhugasömum ungkokkum sem vilja starfa með landsliðinu.
Við munum ræða við alla umsækjendur og landsliðsmenn. Stefnan er tekin á að kynna nýjan hóp í byrjun maí,
sagði Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Kokkalandsliðsins í samtali við veitingageirinn.is.
Ljósmynd: Sveinbjörn Úlfarsson
/Smári
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






