Keppni
Fjölmargir sóttu um stöðu í Kokkalandsliðið og Ungkokka Íslands
Í byrjun apríl auglýsti Kokkalandsliðið lausar stöður í liðinu sem fer að hefja undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í Erfurt 2016. Leitað var að topp fagmönnum til að taka þátt í metnaðarfullu æfinga og keppnisstarfi liðsins næstu 2 árin. Að auki var auglýst eftir áhugasömum ungkokkum til að starfa og aðstoða landsliðið við undirbúning fyrir keppnina í Erfurt.
Það voru sjö einstaklingar sem sóttu um stöður í Kokkalandsliðinu fyrir utan þá landsliðsmenn sem gáfu kost á sér. Tólf umsóknir bárust frá áhugasömum ungkokkum sem vilja starfa með landsliðinu.
Við munum ræða við alla umsækjendur og landsliðsmenn. Stefnan er tekin á að kynna nýjan hóp í byrjun maí,
sagði Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Kokkalandsliðsins í samtali við veitingageirinn.is.
Ljósmynd: Sveinbjörn Úlfarsson
/Smári
-
Bocuse d´Or16 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni22 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






