Matthías Þórarinsson
Fjölgun á hótelherbergjum hótel Marina seinkar vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu „Auðvitað erum við að tapa á þessu….“
Auðvitað erum við að tapa á þessu. Við áttum að opna síðastliðinn föstudag, verkið er klárt og allir okkar fjármunir liggja í húsnæðinu og engar tekjur á móti útlögðum kostnaði,
segir Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Icelandair hótel Reykjavík Marina við Slippinn í Reykjavík í samtali við visir.is.
Endurbótum á hótelinu lauk á föstudaginn síðastliðinn, en um er að ræða fjölgun á hótelherbergjum sem nemur 39 herbergjum og kaffihúsi sem átti að taka í gagnið á föstudaginn fyrir viku. Ekki fást tilskilinn rekstrarleyfi fyrir viðbótinni við hótelið í ljósi verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu.
Aðspurður segist Birgir ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón um ræðir.
Það er alltaf erfitt að meta, en þetta er visst tap á hverjum einasta degi sem líður.
Ásamt fjölgun herbergja stóð til að opna nýtt alrými þar sem yrði salur fyrir allt að fimmtíu manns og annað rými fyrir 25-30 manns.
Mynd: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin