Matthías Þórarinsson
Fjölgun á hótelherbergjum hótel Marina seinkar vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu „Auðvitað erum við að tapa á þessu….“
![Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/03/IMG_2023.jpg)
Reykjavík Marina við Slippinn í Reykjavík
Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og eru þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins er nýja byggingin.
Mynd tekin 15. mars 2014 / Matthías Þórarinsson matreiðslumaður
Auðvitað erum við að tapa á þessu. Við áttum að opna síðastliðinn föstudag, verkið er klárt og allir okkar fjármunir liggja í húsnæðinu og engar tekjur á móti útlögðum kostnaði,
segir Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Icelandair hótel Reykjavík Marina við Slippinn í Reykjavík í samtali við visir.is.
Endurbótum á hótelinu lauk á föstudaginn síðastliðinn, en um er að ræða fjölgun á hótelherbergjum sem nemur 39 herbergjum og kaffihúsi sem átti að taka í gagnið á föstudaginn fyrir viku. Ekki fást tilskilinn rekstrarleyfi fyrir viðbótinni við hótelið í ljósi verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu.
Aðspurður segist Birgir ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón um ræðir.
Það er alltaf erfitt að meta, en þetta er visst tap á hverjum einasta degi sem líður.
Ásamt fjölgun herbergja stóð til að opna nýtt alrými þar sem yrði salur fyrir allt að fimmtíu manns og annað rými fyrir 25-30 manns.
Mynd: Matthías
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan