Freisting
Fjöldi þorrablóta haldinn í kvöld á Vestfirðum
Fjöldinn allur af þorrablótum fór fram á Vestfjörðum í kvöld. Hnífsdælingar halda sitt þorrablót í 58. sinn og voru 150 manns búnir að panta miða í dag. Þorrablót Hnífsdælinga hefur einungis fallið niður tvisvar sinnum frá upphafi árið 1947. Í fyrra skiptið var það árið 1949 vegna samkomubanns sem mun hafa verið lagt á vegna smitandi veikindafaraldurs. Seinna skiptið var 2003 þegar það féll niður vegna veðurs.
Stútungur verður haldinn í 72. sinn á Flateyri í kvöld. Þar er nánast upppantað og mikil eftirvænting í loftinu. Skemmtinefndin lofar góðri dagskrá og segir engan óhultan fyrir föstum skotum frá þeim. Hólmvískar konur sjá um þorrablótið þar í bæ í kvöld eins og venja er. Karlarnir launa svo greiðann og sjá um góufagnað þann 18. mars.
Á Bíldudal er metþátttaka á blótinu sem fram fór í kvöld. M.a. ætlar fjöldi brottfluttra Arnfirðinga að mæta og skemmta sér í sínum gamla heimabæ og mun dansinn duna þegar Farfuglarnir stíga á svið.
Þá mun Bolvíkingafélagið í Reykjavík halda sitt 12. blót í kvöld. Þar verða leynigestir, happdrætti og fjöldasöngur svo fátt eitt sé nefnt.
Greint frá á vestfirska vefnum bb.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni3 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Sticky Fingers BBQ keðjan sækir um greiðslustöðvun – Óvissa um framtíð fyrirtækisins