Freisting
Fjöldi þorrablóta haldinn í kvöld á Vestfirðum
Fjöldinn allur af þorrablótum fór fram á Vestfjörðum í kvöld. Hnífsdælingar halda sitt þorrablót í 58. sinn og voru 150 manns búnir að panta miða í dag. Þorrablót Hnífsdælinga hefur einungis fallið niður tvisvar sinnum frá upphafi árið 1947. Í fyrra skiptið var það árið 1949 vegna samkomubanns sem mun hafa verið lagt á vegna smitandi veikindafaraldurs. Seinna skiptið var 2003 þegar það féll niður vegna veðurs.
Stútungur verður haldinn í 72. sinn á Flateyri í kvöld. Þar er nánast upppantað og mikil eftirvænting í loftinu. Skemmtinefndin lofar góðri dagskrá og segir engan óhultan fyrir föstum skotum frá þeim. Hólmvískar konur sjá um þorrablótið þar í bæ í kvöld eins og venja er. Karlarnir launa svo greiðann og sjá um góufagnað þann 18. mars.
Á Bíldudal er metþátttaka á blótinu sem fram fór í kvöld. M.a. ætlar fjöldi brottfluttra Arnfirðinga að mæta og skemmta sér í sínum gamla heimabæ og mun dansinn duna þegar Farfuglarnir stíga á svið.
Þá mun Bolvíkingafélagið í Reykjavík halda sitt 12. blót í kvöld. Þar verða leynigestir, happdrætti og fjöldasöngur svo fátt eitt sé nefnt.
Greint frá á vestfirska vefnum bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





