Freisting
Fjöldi þorrablóta haldinn í kvöld á Vestfirðum
Fjöldinn allur af þorrablótum fór fram á Vestfjörðum í kvöld. Hnífsdælingar halda sitt þorrablót í 58. sinn og voru 150 manns búnir að panta miða í dag. Þorrablót Hnífsdælinga hefur einungis fallið niður tvisvar sinnum frá upphafi árið 1947. Í fyrra skiptið var það árið 1949 vegna samkomubanns sem mun hafa verið lagt á vegna smitandi veikindafaraldurs. Seinna skiptið var 2003 þegar það féll niður vegna veðurs.
Stútungur verður haldinn í 72. sinn á Flateyri í kvöld. Þar er nánast upppantað og mikil eftirvænting í loftinu. Skemmtinefndin lofar góðri dagskrá og segir engan óhultan fyrir föstum skotum frá þeim. Hólmvískar konur sjá um þorrablótið þar í bæ í kvöld eins og venja er. Karlarnir launa svo greiðann og sjá um góufagnað þann 18. mars.
Á Bíldudal er metþátttaka á blótinu sem fram fór í kvöld. M.a. ætlar fjöldi brottfluttra Arnfirðinga að mæta og skemmta sér í sínum gamla heimabæ og mun dansinn duna þegar Farfuglarnir stíga á svið.
Þá mun Bolvíkingafélagið í Reykjavík halda sitt 12. blót í kvöld. Þar verða leynigestir, happdrætti og fjöldasöngur svo fátt eitt sé nefnt.
Greint frá á vestfirska vefnum bb.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé