Uncategorized @is
Fjöldi mála þar sem brotið er á starfsfólki í veitingageiranum
Mikil aukning er á að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS segir í samtali við visir.is að gríðarleg aukning hefur verið í sumar, en aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki. Ráðnir hafa verið 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.
Einnig hefur verið mikil aukning á að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar.
„Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“
segir Óskar í samtali við visir.is.
Myndir: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







