Vertu memm

Uncategorized @is

Fjöldi mála þar sem brotið er á starfsfólki í veitingageiranum

Birting:

þann

Reykjavík - Loftmynd

Mikil aukning er á að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til.

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS segir í samtali við visir.is að gríðarleg aukning hefur verið í sumar, en aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.  Ráðnir hafa verið 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.

Einnig hefur verið mikil aukning á að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar.

„Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“

segir Óskar í samtali við visir.is.

 

Myndir: úr safni

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið