Markaðurinn
Fiskur í ofni með rjómasósu
Fyrir 4 – 6 manns.
Hér er á ferðinni dásamlegur fiskréttur sem er í senn einfaldur og bragðgóður. Hann sló í gegn hjá allri fjölskyldunni og er sannarlega lúxusútgáfa af hversdagsfiski. Á meðan fatið fer í ofninn er gott að sjóða grjón og leggja á borðið.
- Um 900 g þorskur
- 1 rauð paprika
- ½ blaðlaukur
- 1 x mexíkó kryddostur
- 500 ml rjómi frá Gott í matinn
- Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
- Salt og pipar
- Ólífuolía til steikingar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 190°C.
- Skerið fiskinn niður og raðið í eldfast mót.
- Skerið papriku og blaðlauk niður, steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist, saltið og piprið eftir smekk.
- Hellið þá rjómanum yfir grænmetið og rífið mexíkóostinn, hrærið og hitið saman þar til osturinn er bráðinn.
- Hellið yfir fiskinn í fatinu og setjið vel af rifnum pizzaosti yfir allt saman.
- Eldið í 25 mínútur í ofninum.
- Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum eða kartöflum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið