Frétt
Fiskbúðir sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar
Neytendastofa framkvæmdi nýverið athugun á ástandi verðmerkinga í fiskbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Var athugað hvort vörur væru verðmerktar með söluverði og einingarverði.
Í fyrstu athugun fóru starfsmenn stofnunarinnar í 18 verslanir. Niðurstöður athugunarinnar voru að fimm verslanir uppfylltu viðeigandi skilyrði um verðmerkingar en gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 13 verslunum. Í flestum tilvikum voru merkingar í fiskborði í lagi og algengast að gerðar væru athugasemdir við að einingarverð vantaði samhliða söluverði á aðrar vörur en fisk. Þær verslanir sem uppfylltu ekki skilyrði fengu bréf frá stofnuninni þar sem skorað var á viðkomandi verslanir að lagfæra verðmerkingar sínar. Í kjölfarið framkvæmdi stofnunin síðan seinni athugun sína til að athuga hvort hæfilegar breytingar hefðu verið framkvæmdar.
Leiddi seinni athugun stofnunarinnar í ljós að þrjár fiskbúðir höfðu ekki bætt verðmerkingar sínar, n.tt. Fiskbúðin Sæbjörg, Fiskikóngurinn og Fylgifiskar. Taldi stofnunin rétt í ljósi fyrri tilmæla stofnunarinnar að sekta umræddar verslanir vegna brota á verðmerkingarreglum. Telur stofnunin það mikilvæga neytendavernd að fyrirtæki sem selja vörur og/eða þjónustu uppfylli öll viðeigandi skilyrði um verðmerkingar.
Ákvarðanirnar má finna hér á vef Neytendastofu.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






