Frétt
Fiskbúðir sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar
Neytendastofa framkvæmdi nýverið athugun á ástandi verðmerkinga í fiskbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Var athugað hvort vörur væru verðmerktar með söluverði og einingarverði.
Í fyrstu athugun fóru starfsmenn stofnunarinnar í 18 verslanir. Niðurstöður athugunarinnar voru að fimm verslanir uppfylltu viðeigandi skilyrði um verðmerkingar en gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 13 verslunum. Í flestum tilvikum voru merkingar í fiskborði í lagi og algengast að gerðar væru athugasemdir við að einingarverð vantaði samhliða söluverði á aðrar vörur en fisk. Þær verslanir sem uppfylltu ekki skilyrði fengu bréf frá stofnuninni þar sem skorað var á viðkomandi verslanir að lagfæra verðmerkingar sínar. Í kjölfarið framkvæmdi stofnunin síðan seinni athugun sína til að athuga hvort hæfilegar breytingar hefðu verið framkvæmdar.
Leiddi seinni athugun stofnunarinnar í ljós að þrjár fiskbúðir höfðu ekki bætt verðmerkingar sínar, n.tt. Fiskbúðin Sæbjörg, Fiskikóngurinn og Fylgifiskar. Taldi stofnunin rétt í ljósi fyrri tilmæla stofnunarinnar að sekta umræddar verslanir vegna brota á verðmerkingarreglum. Telur stofnunin það mikilvæga neytendavernd að fyrirtæki sem selja vörur og/eða þjónustu uppfylli öll viðeigandi skilyrði um verðmerkingar.
Ákvarðanirnar má finna hér á vef Neytendastofu.
Mynd: úr safni
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






