Frétt
Fiskbúðir sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar
Neytendastofa framkvæmdi nýverið athugun á ástandi verðmerkinga í fiskbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Var athugað hvort vörur væru verðmerktar með söluverði og einingarverði.
Í fyrstu athugun fóru starfsmenn stofnunarinnar í 18 verslanir. Niðurstöður athugunarinnar voru að fimm verslanir uppfylltu viðeigandi skilyrði um verðmerkingar en gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 13 verslunum. Í flestum tilvikum voru merkingar í fiskborði í lagi og algengast að gerðar væru athugasemdir við að einingarverð vantaði samhliða söluverði á aðrar vörur en fisk. Þær verslanir sem uppfylltu ekki skilyrði fengu bréf frá stofnuninni þar sem skorað var á viðkomandi verslanir að lagfæra verðmerkingar sínar. Í kjölfarið framkvæmdi stofnunin síðan seinni athugun sína til að athuga hvort hæfilegar breytingar hefðu verið framkvæmdar.
Leiddi seinni athugun stofnunarinnar í ljós að þrjár fiskbúðir höfðu ekki bætt verðmerkingar sínar, n.tt. Fiskbúðin Sæbjörg, Fiskikóngurinn og Fylgifiskar. Taldi stofnunin rétt í ljósi fyrri tilmæla stofnunarinnar að sekta umræddar verslanir vegna brota á verðmerkingarreglum. Telur stofnunin það mikilvæga neytendavernd að fyrirtæki sem selja vörur og/eða þjónustu uppfylli öll viðeigandi skilyrði um verðmerkingar.
Ákvarðanirnar má finna hér á vef Neytendastofu.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana