Frétt
Fiskbúðin í Fjallabyggð opnuð á ný eftir töluverðar breytingar – Hákon: „verður áfram gamla góða fiskbúðin…“
Fiskbúð Fjallabyggðar opnaði nú á dögunum eftir miklar og vel heppnaðar breytingar. Eigendur fiskbúðarinnar, eru þau Valgerður Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson matreiðslumaður.
Sjá einnig: Miklar framkvæmdir í Fiskibúð Fjallabyggðar
Opnunartími er frá 11:00 – 17:00 alla virka daga. Einnig opið á stórum helgum eins og t.d þjóðlagahátíðinni.
Brjóta þurfti upp öll gólf, skipt var um allar skolplagnir, sett upp nýtt afrennsli við afgreiðsluborð, raflagnir voru endurnýjaðar, sett upp ný salernisaðstaða og gólfið var síðan flotað og lakkað.
„Þetta verður áfram gamla góða fiskbúðin. Aðal breytingin er að geta fengið sér sæti inni og notið þess að sitja inni með gómsætri súpu eða fisk og frönskum,“
sagði Hákon í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um áherslubreytingar.
Áður var ekki hægt að sitja inni þar sem afgreiðsla á fiskisúpunni og klassíska breska réttinum Fish & chip var nær eingöngu „Take away“. Eftir framkvæmdirnar hafa bæst við þrjú borð þar sem tveir til þrír geta setið við hvert borð og að auki eitt langborð fyrir fjóra til fimm manns og er stefnt að því að bæta við einu borði til viðbótar.
Fréttamaður veitingageirans leit við hjá Hákoni og smakkaði á fiskisúpunni sem allir eru að tala um. Virkilega góð súpa, silkimjúk og troðfull af fiskmeti. Fiskbúðin býður ennig upp á hinn margrómaða rétt fisk og franskar.
Björn Valdimarsson tók meðfylgjandi ljósmyndir frá formlegri opnun fiskbúðarinnar.
Myndir: bjornvald.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar












