Vertu memm

Freisting

Finnland Calling (Iceland 6 points)

Birting:

þann

Enn kemur Sverrir með góðan pistil og bregst honum ekki bogalistin frekar en fyrr. Sverrir segir reynslu sína á dómgæslunni og lýkur frásögninni með lýsingu sem vekur upp góðar minningar.

Eftirfarandi er pistill hans Sverris, en einnig er hægt að finna hann á heimasíðu KM manna.

Finnland Calling (Iceland 6 points)
 
Hei káveri

Osa Kaksi

Miðvikudagur:
Á Miðvikudeginum kom sú staða upp að sumt af því sem Steinn hafði sent á  hráefnislistanum var ekki til og ekki hægt að fá í Turku og sagði ég honum að bíða aðeins, því Gissur væri væntanlegur á hverri mínútu og skyldum við spjalla við kauða.  Og viti menn 10 mínútum seinna var búið að leysa málið. 

Bananar opnuðu sérstaklega fyrir þennan gjörning og Jakob tók það með sér í flugi og vil ég beina þeim tilmælum til ykkar kæru félagar;  Reynið að versla við Banana eins mikið og þið getið, því þannig sýnum við þeim okkar þakklæti fyrir að vera alltaf boðnir og búnir þegar neyðin kallar.  Takk fyrir Bárður.

Fimmtudagur:
Jæja félagar, nú þegar fastir liðir dagsins eru frá þá var byrjað á dómarafundi og farið yfir reglurnar sem dæma átti eftir, þar sem sigurvegarinn færi líka sem fulltrúi Finnlands í Global Chefs Challenge í Tallinn.  Þar verður fulltrúi Norður Evrópu valinn og mun síðan keppa í úrslitunum í Dubai í Maí 2008.  Eftir fundinn rölti ég um þar til við skyldum hefja dæmingu og þá hnippt í öxlina á mér og er ekki Marton Tjessem frá Figgjo mættur á svæðið og þegar við höfðum heilsast dregur Tjessem mig afsíðis og spyr hvort ég sé á bíl og ég svaraði neitandi, þá kom svona andstuna frá honum og sagði; “Þá þarf ég ekki láta hækka tryggingarnar hjá mér”, skellir síðan upp úr og segir; “Schumacher, velkominn til Finnlands”.

Síðan hófst dæmingin, það voru 6 keppendur með 4ja rétta matseðill hver, þannig að framundan var smökkun á 24 réttum.  Eins og gengur og gerist var töluverður munur á milli keppanda, eiginlega of mikill að mínu máti.  Salt var í hávegum haft og sama með niðursoðnar sósur með svo mikla límingu að lá við að maður þyrfti að biðja sessunautin að rista á þverrifuna svo hægt væri að halda áfram.  Einnig voru sumar sósurnar svartar og varð okkur að orði að við hlytum að vera dæma í rangri keppni, þetta ætti miklu meira skylt með Kínamat heldur en Evrópskum eða Norrænum mat.  Hafið hugfast Hipp Hopp kokkar; fólk fer ekki út að borða til að fá saltan mat og sósu sem límir. 

En á endanum hafðist þetta og eftir smáfund var niðurstaðan fundin og var það sameiginleg niðurstaða eftir útreikninga sem gilti og síðan voru keppendur kallaðir fyrir dómarana einn í einu og smáspjall um afrakstur dagsins.  Síðan var verðlaunaafhending sem þið getið lesið um annars staðar á chef.is.

Um kvöldið borðaði ég á stað sem heitir Fransimanni og er á hótelinu www.sokoshotels.fi.  Þegar ég kom inn á veitingastaðinn var það fyrsta sem ég tók eftir að allar þjónustustúlkurnar voru 50 plús/mínus og fékk maður að tilfinninguna að maður væri kominn til Ömmu og að þegar hún kæmi að borðinu myndi heyrast;  „Jæja góði minn, hvað langar þér í kvöld?“ og var reyndin ekki svo fjærri draumnum.  Fékk ég gratíneraða lauksúpu í forrétt og kalkún með Rougfort osti og Provencale sósu og það get ég sagt ykkur þetta var eins og að fara 30 ár aftur í tímann og eitthvað annað heldur en þetta ungviði sem er víðast hvar að þjóna og veit varla muninn á Coca Cola og Egils appelsín.  Fór sæll og glaður í koju.

Föstudagur;
Enn og aftur Dómarafundur og nú með öðrum dómurum og fór Yfirdómarinn yfir reglur og hvernig skyldi dæmt eftir NKF reglunum, en deginum áður höfðu WACS reglur gilt.  Hófust svo störfin og fann maður strax að það var annar standard í vændum og gekk þetta nánast vandræðalaust í gegn og aftur voru dómarar sammála um niðurstöðu og sem betur fer engin pólitík í gangi, heldur fagmennska fram í fingurgóma báða dagana.

Um kvöldið var “Get to gether” partý og var það haldið í gamalli slökkvistöð sem hafði verið breytt í veitingastað og heitir Brandkárshuset.  Var þar boðið upp á þjóðlegar veitingar og voru flestir sáttir með það, en kannski ekki eins hrifnir af lúðrasveitinni því hún spilaði alltof hátt og þar hefði verið gott að hafa hann Sæbjörn heitinn (blessuð sé minning hans) og vin minn og faðir Smára, hann hefði sagt þessum guttum til, því lúðrasveitir voru hans vígi.  Skundað var svo upp á hótel og á barinn því þar var ekki sami hávaði.

Kv Sverrir

Auglýsingapláss

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið