Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Finna þræla í kjöllurum danskra bakaría | Íslendingar þurfa að vera meðvitaðir

Birting:

þann

Danmörk - Kaupmannahöfn

Talið er að hálf til ein millj­ón manna séu fórn­ar­lömb man­sals í Evr­ópu. Eru flest­ir seld­ir í þræl­dóm í kyn­lífsiðnaðinum en til eru dæmi um að fólk hafi verið notað í fiskiðnaðinum í Nor­egi, við berjatínslu í Svíþjóð og í bakarí­um í Dan­mörku.

Þetta seg­ir danski lög­fræðing­ur­inn og fyrr­ver­andi þingmaður En­hed­listen, Line Bar­ford, í sam­tali við mbl.is, en þar er meðal annars fjallað um að sterk­asta vís­bend­ing­in um man­sal sé ein­fald­lega verð á vör­um.

„Ef þér er boðið eitt­hvað sem er mjög ódýrt, of ódýrt til þess að passa, þá er vel lík­legt að um man­sal sé að ræða. En auðvitað eru ekki all­ir þeir sem notaðir eru á vinnu­markaðinum og eru und­ir lág­marks­laun­um þræl­ar en sum­ir þeirra eru það. Góð regla er að ein­fald­lega spyrja fram­leiðanda um starfs­fólkið.“

Eitt af því sem vakti at­hygli við málið í Vík var að kon­urn­ar voru sam­kvæmt óstaðfest­um heim­ild­um fald­ar í kjall­ara íbúðar­húss og vissu íbú­ar bæj­ar­ins ekki af þeim, þetta og nánari umfjöllun á mbl.is hér.

Mynd: úr safni

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið