Sigurður Már Guðjónsson
Finna þræla í kjöllurum danskra bakaría | Íslendingar þurfa að vera meðvitaðir
Talið er að hálf til ein milljón manna séu fórnarlömb mansals í Evrópu. Eru flestir seldir í þrældóm í kynlífsiðnaðinum en til eru dæmi um að fólk hafi verið notað í fiskiðnaðinum í Noregi, við berjatínslu í Svíþjóð og í bakaríum í Danmörku.
Þetta segir danski lögfræðingurinn og fyrrverandi þingmaður Enhedlisten, Line Barford, í samtali við mbl.is, en þar er meðal annars fjallað um að sterkasta vísbendingin um mansal sé einfaldlega verð á vörum.
„Ef þér er boðið eitthvað sem er mjög ódýrt, of ódýrt til þess að passa, þá er vel líklegt að um mansal sé að ræða. En auðvitað eru ekki allir þeir sem notaðir eru á vinnumarkaðinum og eru undir lágmarkslaunum þrælar en sumir þeirra eru það. Góð regla er að einfaldlega spyrja framleiðanda um starfsfólkið.“
Eitt af því sem vakti athygli við málið í Vík var að konurnar voru samkvæmt óstaðfestum heimildum faldar í kjallara íbúðarhúss og vissu íbúar bæjarins ekki af þeim, þetta og nánari umfjöllun á mbl.is hér.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






