Freisting
Fimmtán milljónir í þjórfé
Matts O. Westerberg ánægður með þjónustuna
Níutíu og þriggja ára fastagestur á Laholmen Hotell í Strömstad í Svíþjóð gaf starfsfólki hótelsins nærri 15 milljónir íslenskra króna í þjórfé. Matts O. Westerberg gistir á hverju ári í tvær vikur á hótelinu og hefur gert það undanfarin 20 ár og þar sem hann hefur hlotið afburða þjónustu þar, fær alltaf sama herbergið og sama borðið í matsalnum ákvað hann að gefa ríflegt þjórfé.
Þjórféð sem hann gaf er bundið í hlutabréf og á hverju ári mun arðurinn af þeim deilast á milli starfsfólks hótelsins.
Dagens Nyheter skýrði frá því að allt að tvær milljónir gætu deilst niður á starfsfólkið á hverju ári. Einnig er í athugun að umbuna sérstaklega því starfsfólki sem hefur starfað lengi eða þykir hafa staðið sig sérstaklega vel á árinu með greiðslum úr sjóðnum.
Greint frá á Mbl.is
Mynd: dn.se | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni23 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín