Frétt
Fimm hlutu Icelandic lamb Award of Excellence viðurkenninguna
Fimm hlutu Icelandic lamb Award of Excellence – viðurkenningu til framúrskarandi samstarfsaðila Icelandic Lamb í flokki handverks og hönnunar á árinu 2018. Þau eru:
- Anna Þóra Karlsdóttir listakona.
- Guðrún Bjarnadóttir fyrir Hespu.
- Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson fyrir Uppspuna
- Philippe Ricart handverksmaður.
- Erla Svava Sigurðardóttir fyrir YARM.
Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins afhenti í dag Icelandic Lamb award of excellence viðurkenningar við hátíðlega athöfn í listamiðstöðinni Mengi. Í fréttatilkynningu kemur fram að tilgangur viðurkenningarnar er að stuðla að auknum skilningi og þekkingu á gæðum íslensku ullarinnar og annarra sauðfjárafurða sem handverksfólk, listamenn og hönnuðir nýta sem hráefni í sköpun sína. Hún er hugsuð sem hvatning til frekari verðmætasköpunar, nýsköpunar og vöruþróunar úr íslenskum sauðfjárafurðum.
Icelandic lamb stóð að verðlaununum en markaðsstofan er í samstarfi við yfir 200 innlenda aðila; veitingastaði, verslanir, framleiðendur, afurðastöðvar, listamenn, hönnuði og fleiri. Tilgangur samstarfsins er að kynna íslenska sauðfjárafurðir, mat, handverk og hönnun fyrir erlendum ferðamönnum. Merki Icelandic Lamb er ætlað að undirstrika sérstöku íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða.
Fjögurra manna dómnefnd valdi þá sem hlutu viðurkenningu í ár. Í henni sátu Emma Eyþórsdóttir dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og Hönnunar, Rúna Thors fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands og Ninja Ómarsdóttir verkefnastjóri hjá Icelandic lamb.
Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning er veitt fyrir handverk og hönnun úr íslenskum sauðfjárafurðum en í byrjun apríl veitti Icelandc lamb 21 samstarfsveitingastöðum viðurkenningu fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti.
Hér má lesa röksemdarfærslu dómnefndar.
Mynd: GeiriX
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






