Freisting
FIGGJO samstarfsaðili Bocuse d´Or Europe 2008
Figgjo norski postulín framleiðandinn – hefur verið valinn samstarfsaðili og mun sjá um allt leirtau fyrir Evrópukeppni í matreiðslu Bocuse d´Or Europe 2008.
Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin og mun hún fara fram í Stavanger. Framkvæmdarstjóri Bocuse d´Or í Evrópu Eyvind Hellström, segir val á leirtaui vera sérstaklega mikilvægt í keppni sem þessari þar sem maturinn mun verða framreiddur beint á diskana. Hönnun disksins verður að vera innblástur fyrir kokkinn og undirstrika endanlega samsetningu réttanna. Ég er því mjög ánægður að Figgjo, sem ætið leggur áherslu á hönnun, hafi verið valinn samstarfsaðili keppninnar segir Hellström.
Það er mikill heiður fyrir okkur hjá Figgjo að fremstu matreiðslu menn Evrópu muni keppa á Figgjo postulíni í þessari virtu keppni segir Ragnhild Tertnes sölu og markaðsstjóri hjá Figgjo.
Bocuse d´Or er virtasta matreiðslukeppni einstaklinga og er haldin í Lyon í frakklandi annað hvert ár. Noregur var valin til að halda fyrstu Evrópu keppnina, Bocuse d´Or Europe. Með henni gefst nýjum löndum tækifæri til að taka þátt í úrslitum í Lyon 2009.
Figgjo hefur skapað sér góðan orðstír fyrir að vera framsækinn framleiðandi postulíns fyrir fageldhús. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á hönnun og hefur postulínið frá þeim hlotið fjölda hönnunarverðlauna víða um heim .
Það er A.Karlsson sem er umboðsaðili fyrir Figgjo á Íslandi – www.akarlsson.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan