Markaðurinn
FIGGJO gerist aðalstyrktaraðili WACS

Anders Thingbö, forstjóri hjá Figgjo og Gissur Guðmundsson forseti WACS
Nýlega undirritaði Figgjo AS í Noregi samning við Alheimssamtök Klúbba Matreiðslumeistara, WACS, þess efnis að FIGGJO gerist aðalstyrktaraðili samtakanna.
Í samningnum felst að FIGGJO styrki samtökin peningalega og einnig með því að útvega þeim vörur sem notaðar verða í kokkakeppnum á vegum WACS. FIGGJO mun vera aðalstyrktaraðili samtakanna til 2012.
Á næstu 4 árum munu verða 16 kokkakeppnir á vegum WACS og mun eingöngu Figgjo postulín verða notað í öllum þeim keppnum. Með því að Figgjo postulín sé notað í kokkakeppnum eykst þekking okkar á hvernig varan virkar í notkun og við fáum mikilvægt innlegg í framtíðar vöruþróun fyrirtækisins. Segir Anders Thingbö, forstjóri hjá Figgjo. Gissur Guðmundsson forseti WACS er ánægður með að Figgjo hafi ákveðið að gerast samstarfsaðili samtakanna. Figgjo var valið vegna þess að við leituðum að postulínsframleiðanda sem ögrar hinu hefðbundna með því að vera stöðugt að framleiða nýtt og frumlegt postulín fyrir atvinnumarkaðinn. Ég tel að báðir aðilar munu hafa hag af þessum samning.
WACS var stofnað 1928 í París með það að markmiði að halda við og efla matreiðslustaðla og skilyrði alþjóðlegrar matreiðslu. Í WACS samtökunum eru 8 milljón meðlimir í 82 löndum. FIGGJO er einn af fremstu framleiðendum postulíns fyrir alþjóðlega atvinnueldhúsið. FIGGJO hefur hlotið fjölda hönnunarverðlauna og viðurkenninga í Noregi og víðar. FIGGJO vörum er dreift í meira en 35 löndum utan Skandinavíu.
Það er A.Karlsson ehf, sem er með umboðið fyrir FIGGJO á íslandi og stendur nú yfir sýning á nýrri postulínslínu frá FIGGJO, í húsnæði A.Karlssonar Víkurhvarfi 8 í Kópavogi. Allar nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum í síma 5600 900.
Heimasíða A.Karlssonar www.akarlsson.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Keppni3 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins





