Markaðurinn
FIGGJO gerist aðalstyrktaraðili WACS
Anders Thingbö, forstjóri hjá Figgjo og Gissur Guðmundsson forseti WACS
Nýlega undirritaði Figgjo AS í Noregi samning við Alheimssamtök Klúbba Matreiðslumeistara, WACS, þess efnis að FIGGJO gerist aðalstyrktaraðili samtakanna.
Í samningnum felst að FIGGJO styrki samtökin peningalega og einnig með því að útvega þeim vörur sem notaðar verða í kokkakeppnum á vegum WACS. FIGGJO mun vera aðalstyrktaraðili samtakanna til 2012.
Á næstu 4 árum munu verða 16 kokkakeppnir á vegum WACS og mun eingöngu Figgjo postulín verða notað í öllum þeim keppnum. Með því að Figgjo postulín sé notað í kokkakeppnum eykst þekking okkar á hvernig varan virkar í notkun og við fáum mikilvægt innlegg í framtíðar vöruþróun fyrirtækisins. Segir Anders Thingbö, forstjóri hjá Figgjo. Gissur Guðmundsson forseti WACS er ánægður með að Figgjo hafi ákveðið að gerast samstarfsaðili samtakanna. Figgjo var valið vegna þess að við leituðum að postulínsframleiðanda sem ögrar hinu hefðbundna með því að vera stöðugt að framleiða nýtt og frumlegt postulín fyrir atvinnumarkaðinn. Ég tel að báðir aðilar munu hafa hag af þessum samning.
WACS var stofnað 1928 í París með það að markmiði að halda við og efla matreiðslustaðla og skilyrði alþjóðlegrar matreiðslu. Í WACS samtökunum eru 8 milljón meðlimir í 82 löndum. FIGGJO er einn af fremstu framleiðendum postulíns fyrir alþjóðlega atvinnueldhúsið. FIGGJO hefur hlotið fjölda hönnunarverðlauna og viðurkenninga í Noregi og víðar. FIGGJO vörum er dreift í meira en 35 löndum utan Skandinavíu.
Það er A.Karlsson ehf, sem er með umboðið fyrir FIGGJO á íslandi og stendur nú yfir sýning á nýrri postulínslínu frá FIGGJO, í húsnæði A.Karlssonar Víkurhvarfi 8 í Kópavogi. Allar nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum í síma 5600 900.
Heimasíða A.Karlssonar www.akarlsson.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan