Markaðurinn
Ferskvaran hjá Innnes flytur
Ferskvaran hjá Innnes flytur lager og dreifingu frá Bæjarflöt í nýjar höfuðstöðvar Innnes að Korngörðum 3 um næstu helgi.
Markmið Innnes er að veita viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu í framtíðarhúsnæði okkar. Til að tryggja að flutningar takist með sem minnstri röskun verður lokað fyrir alla samdægursafgreiðslu föstudaginn 27. ágúst.
Pantanir sem verða afgreiddar til viðskiptavina okkar föstudaginn 27. ágúst þurfa því að berast söludeildinni fyrir kl. 16.00, fimmtudaginn 26. ágúst.
Við vonumst til þess að þú, kæri viðskiptavinur, finnir ekki fyrir skertri þjónustu af okkar hendi. Því viljum við biðla til þín að panta vörur tímanlega fyrir föstudaginn. Einnig viljum við biðla til þín að tryggja starfsemi þinni nægar birgðir af nauðsynlegum vörum á meðan á flutningnum stendur.
Við hvetjum þig að hafa samband við okkur í síma 532-4000, ef það koma upp einhverjar spurningar varðandi flutningana.
Með fyrirfram þökk á þessum spennandi tímum sem fram undan eru hjá Innnes og góðan skilning.
Með kveðju
Starfsfólk Innnes ehf.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda