Markaðurinn
Ferskur nýr White Ale-bjór frá Víking Craft Selection
Víking brugghús hefur undanfarna 18 mánuði unnið að þróun vandaðs White Ale-bjórs sem nú er kominn á markað. Bjórinn hefur hlotið nafnið Víking White Ale.
Bjórinn er léttur og hentar við margvísleg tilefni. Hann passar vel með grillmat og þá sérstaklega ljósu kjöti eins og fisk og kjúklingi. Hann er einnig tilvalinn með grænmetisréttum, sushi og mexíkóskum mat.
Bjórinn var bruggaður af Baldri Kárasyni, bruggmeistara Víking, og mikill metnaður og vinna var lögð í að fínstilla bragðið.
„Ég fékk það hlutverk að brugga besta White Ale í heimi. Það er ekki mitt að segja til um hvort það tókst en við erum ótrúlega ánægð með útkomuna“
, segir Baldur.
Bjórinn er bruggaður eins og hefðbundinn hveitibjór en jafnframt er ástríðuávöxtum, mangó og engifer bætt við blönduna. Engiferbragðið er ekki áberandi en gefur bjórnum frísklegan keim. Víking White Ale er mildur á bragðið og áfengisprósentan er 5% sem er algengt þegar hveitibjórar eru annars vegar.
„Það er þolinmæðisverk að finna þetta fullkomna jafnvægi, að sætleikinn í ávöxtunum haldi sér en um leið fái karakterinn í humlunum að njóta sín. Okkur tókst þetta að lokum og útkoman er einstakur bjór sem bragðast alveg frábærlega“
, segir Baldur.
Bjórinn fæst í kútum, 330ml flöskum og dósum. Hönnunin á umbúðunum er vísun í sólarstein sem víkingar til forna notuðu til þess að finna sólina þegar hún var hulin skýjum, enda njóta eiginleikar Viking White Ale sín einna best í sól og sumaryl.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar









