Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ – Alvöru eldbakaðar pizzur
Fernando’s er nýr Ítalskur veitingastaður í Reykjanesbæ við Hafnargötu 36A. Eigendur eru hjónin Francisco Valladares Serrano og Rúna Björk Einarsdottir. Staðurinn tekur 35 manns í sæti og er opið frá kl. 11:00 – 22:00 mánudaga til miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11:000 – 23:00, laugardaga frá kl. 13:00 – 23:00 og sunnudaga frá kl. 15:00 – 22:00.
Boðið er upp á hamborgara og pizzur sem eru eldbakaðar og er ekki annað en að Fernando’s sé eini veitingastaðurinn sem býður upp á eldbakaðar pizzur í Reykjanesbæ. Fréttamaður fékk strax tilfinningu fyrir því að að hér væri á ferðinni ekta Ítalskur veitingastaður; fjölskyldan starfar á staðnum, andrúmsloftið er heimilislegt og umhverfið þægilegt.
Francisco sagði í samtali við veitingageirinn.is að mikil leynd sé yfir uppskrift af sósunni og pizzudeiginu sem fylgt hefur fjölskyldunni í tugi ára. Til gamans má geta þess að þau byggðu eldofninn sjálf, sem er hinn glæsilegasti.
Eldbakaðar pizzur standa alltaf fyrir sínu og er staðurinn góð viðbót í veitingaflóru Reykjanesbæjar.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði