Bocuse d´Or
Ferðasaga Bocuse d´Or
Eftir langþráðan svefn var annar dagur ferðarinnar tekinn með hörku, eftir morgunmat á hótelinu var farið í að af pakka öllu úr fraktinni í stórum sal sem strákarnir hafa afnot af á hótelinu. Allt var tekið úr kössum og raðað upp eins og búrið er í keppnishöllinni í Turin.
Um hádegið var tekin matarpása á hótelinu, þar sem liðið fékk fjögurra rétta máltíð. Troðfullir af kolvetnum, kláruðu strákarnir að setja upp “búrið” og byrjuðu að merkja á fullu, á meðan fór eldri helmingur liðsins í bæinn Asti í næsta nágrenni að versla ýmsar vörur.
Þegar líða fór að kvöldi skellti liðið sér svo saman til Asti þar sem borðaðar voru ítalskar flatbökur með mjög fjölbreyttum áleggjum, þar var hægt að fá allt frá kiwi til rauðvíns ofan á bökurnar. Eftir kaffibolla og sígilt tiramisu var haldið aftur í sveitasæluna uppá hótel þar sem dregin var endi á annan dag ferðarinnar.
Fréttayfirlit: Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra









