Vertu memm

Bocuse d´Or

Ferðasaga Bocuse d´Or

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2018

Eftir langþráðan svefn var annar dagur ferðarinnar tekinn með hörku, eftir morgunmat á hótelinu var farið í að af pakka öllu úr fraktinni í stórum sal sem strákarnir hafa afnot af á hótelinu. Allt var tekið úr kössum og raðað upp eins og búrið er í keppnishöllinni í Turin.

Bocuse d´Or 2018

Um hádegið var tekin matarpása á hótelinu, þar sem liðið fékk fjögurra rétta máltíð. Troðfullir af kolvetnum, kláruðu strákarnir að setja upp “búrið” og byrjuðu að merkja á fullu, á meðan fór eldri helmingur liðsins í bæinn Asti í næsta nágrenni að versla ýmsar vörur.

Bocuse d´Or 2018

Þegar líða fór að kvöldi skellti liðið sér svo saman til Asti þar sem borðaðar voru ítalskar flatbökur með mjög fjölbreyttum áleggjum, þar var hægt að fá allt frá kiwi til rauðvíns ofan á bökurnar. Eftir kaffibolla og sígilt tiramisu var haldið aftur í sveitasæluna uppá hótel þar sem dregin var endi á annan dag ferðarinnar.

Fréttayfirlit: Bocuse d´Or

Ari Jónsson

Það er Ari Jónsson matreiðslunemi og aðstoðarmaður Bjarna Siguróla sem skrifar frá Ítalíu

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið