Markaðurinn
Félagsfólk hvatt til að láta vita af óviðunandi aðbúnaði
Vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna (MATVÍS, VM og RSÍ) og Eflingar, sem hóf starfsemi í september 2023, hefur það hlutverk að tryggja að aðstæður á vinnustöðum séu í samræmi við gildandi lög og reglur. Með þessu er komið í veg fyrir brotastarfsemi á félagssvæðum stéttarfélaganna og stuðlað að bættri vernd starfsfólks.
Eftirlitið sinnir reglulegum heimsóknum á vinnustaði bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þar er meðal annars fylgst með aðbúnaði starfsfólks og því hvort farið sé að ákvæðum vinnulöggjafar.
Allir landsmenn geta sent inn ábendingar um óviðunandi aðstæður eða grun um brot á réttindum starfsfólks. Félagsfólk og aðrir sem hafa slíkar upplýsingar eru hvattir til að koma þeim á framfæri.
Við móttöku ábendinga er óskað eftir netfangi og símanúmeri sendanda til að hægt sé að hafa samband ef þörf er á frekari upplýsingum. Tryggður er fullur trúnaður gagnvart öllum sem senda inn ábendingar.
Vinnustaðaeftirlitið minnir á að virkar tilkynningar og vönduð eftirfylgni skipta sköpum í að tryggja sanngjörn og örugg vinnuskilyrði fyrir alla.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






