Markaðurinn
Félagsfólk hvatt til að láta vita af óviðunandi aðbúnaði
Vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna (MATVÍS, VM og RSÍ) og Eflingar, sem hóf starfsemi í september 2023, hefur það hlutverk að tryggja að aðstæður á vinnustöðum séu í samræmi við gildandi lög og reglur. Með þessu er komið í veg fyrir brotastarfsemi á félagssvæðum stéttarfélaganna og stuðlað að bættri vernd starfsfólks.
Eftirlitið sinnir reglulegum heimsóknum á vinnustaði bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þar er meðal annars fylgst með aðbúnaði starfsfólks og því hvort farið sé að ákvæðum vinnulöggjafar.
Allir landsmenn geta sent inn ábendingar um óviðunandi aðstæður eða grun um brot á réttindum starfsfólks. Félagsfólk og aðrir sem hafa slíkar upplýsingar eru hvattir til að koma þeim á framfæri.
Við móttöku ábendinga er óskað eftir netfangi og símanúmeri sendanda til að hægt sé að hafa samband ef þörf er á frekari upplýsingum. Tryggður er fullur trúnaður gagnvart öllum sem senda inn ábendingar.
Vinnustaðaeftirlitið minnir á að virkar tilkynningar og vönduð eftirfylgni skipta sköpum í að tryggja sanngjörn og örugg vinnuskilyrði fyrir alla.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






