Frétt
Fanney Dóra yfirkokkur á Skál eeeelskar að gera kombumcha í öllum regnbogans litum
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður á Skál er metnaðarfullur matreiðslumaður og er óhrædd við að reyna nýja hluti.
Fanney byrjaði upphaflega að laga kombumcha á Slippnum Vestmannaeyjum og gerði úr líklega um 78 % af öllum íslenskum jurtum og meira segja nokkrum týpum af sjávargróðri, mælum samt ekki með því segir í facebook færslu hjá Skál.
Svo fyrir Skál hefur Fanney verið að prufa sig áfram með kombumcha og notað súkkulaði frá kakónibbum og ýmis frumlegar bragðtegundir.
Kombucha er í fljótu bragði útskýrt sem gerjað te, byrjað er með vel sætt te og eldra tilbúið kombucha og sveppurinn étur sykrunar upp með tímanum með gerjuninni, umbreytir þeim og þar með breytist bragðið heilmikið.
Kombucha sveppurinn sem oftast er kallaður „Scoby“ sem Fanney notar fyrir Skál er frá Birni Steinari eins eiganda Skál sem byrjaði fyrir langa löngu að gera þennan yndislega drykk í Danmörku þegar hann var búsettur þar.
Fyrir meiri upplýsingar um kombucha mælum við með google eða á wikipedia hér.
Það er um að gera að koma að SKÁLA í kombucha, það er meira segja hollt, segir að lokum í facebook færslu hjá Skál.
Mynd: facebook / Skál
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla