Frétt
Fanney Dóra yfirkokkur á Skál eeeelskar að gera kombumcha í öllum regnbogans litum

Fanney með tvær mismunandi gerðir af kombumcha, bæði innihalda eldra blóðbergkombucha te og hrásykur.
Önnur lögunin er jólateblanda og hitt er svart te og er vel reykt og skemmtilegt.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður á Skál er metnaðarfullur matreiðslumaður og er óhrædd við að reyna nýja hluti.
Fanney byrjaði upphaflega að laga kombumcha á Slippnum Vestmannaeyjum og gerði úr líklega um 78 % af öllum íslenskum jurtum og meira segja nokkrum týpum af sjávargróðri, mælum samt ekki með því segir í facebook færslu hjá Skál.
Svo fyrir Skál hefur Fanney verið að prufa sig áfram með kombumcha og notað súkkulaði frá kakónibbum og ýmis frumlegar bragðtegundir.
Kombucha er í fljótu bragði útskýrt sem gerjað te, byrjað er með vel sætt te og eldra tilbúið kombucha og sveppurinn étur sykrunar upp með tímanum með gerjuninni, umbreytir þeim og þar með breytist bragðið heilmikið.
Kombucha sveppurinn sem oftast er kallaður „Scoby“ sem Fanney notar fyrir Skál er frá Birni Steinari eins eiganda Skál sem byrjaði fyrir langa löngu að gera þennan yndislega drykk í Danmörku þegar hann var búsettur þar.
Fyrir meiri upplýsingar um kombucha mælum við með google eða á wikipedia hér.
Það er um að gera að koma að SKÁLA í kombucha, það er meira segja hollt, segir að lokum í facebook færslu hjá Skál.
Mynd: facebook / Skál

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.