Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fannar töfraði fram fjölmarga sælkerarétti í Þýskalandi

Birting:

þann

Fannar Vernharðsson

Fannar eldaði m.a. plokkfisk með íslensku rúgbrauði, saltfisk með hamsatólgi og kartöflumús, bleikjutarta, djúpsteiktar gellur, pönnusteiktan steinbít, kaldreykta bleikju, auk karfa- og þorskrétta.

Íslenskur fiskur var í aðalhlutverki á vinnustofu sem þýska fyrirtækið Transgourmet Seafood stóð fyrir á dögunum, í samstarfi við Iceland Responsible Fisheries (IRF) og Íslandsstofu.

Kynningin var tvíþætt, annars vegar fyrirlestrar og hins vegar sælkeraveisla þar sem íslenskur kokkur reiddi fram dýrindis fiskrétti úr íslensku hráefni.

Viðburðurinn fór fram í húsnæði Transgourmet Seafood í Bremerhaven en fyrirtækið, sem er stór dreifingaraðili á þýska markaðinum, er þátttakandi í IRF verkefninu. Gestir vinnustofunnar voru um 25 talsins, að stærstum hluta viðskiptavinir Transgourmet, hagsmunaðilar og aðrir sem selja íslenskan fisk í Þýskalandi. Á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn voru fulltrúar frá fyrirtækjunum Fimex, Icefresh Deutschland og Marós sem eru í eigu Íslendinga og vinna með íslenskan fisk á þýska markaðnum.

Fulltrúar frá Transgourmet greindu frá reynslu sinni af Íslandi og íslenska fiskinum í máli og myndum en fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á að upprunatengja vörur sem keyptar eru frá Íslandi. Fleiri fyrirtæki á þýska markaðinum hafa í auknum mæli farið þessa leið, þ.e. að gera íslenskum uppruna hátt undir höfði, sem er mjög jákvæð þróun. Þá hélt fulltrúi frá Íslandsstofu tvær kynningar þar sem hann sagði m.a. frá IRF verkefninu, vottun, sjálfbærni og útflutningi á íslenskum fiski inn á Þýsklandsmarkað, auk almennrar landkynningar.

Fannar Vernharðsson

Fannar Vernharðsson

Íslenska fiskinum hampað á kynningu í Þýskalandi

Að kynningum loknum fengu gestir að smakka fjölmarga sælkerarétti úr íslensku hráefni sem matreiðslumaðurinn Fannar Vernharðsson og landsliðskokkur til margra ára, töfraði fram við góðar undirtektir gesta. Matseðill Fannars var unninn í samstarfi við Transgourmet og var þar lögð áhersla á að blanda saman þjóðlegum íslenskum fiskréttum og öðrum nútímalegri. Fannar eldaði m.a. plokkfisk með íslensku rúgbrauði, saltfisk með hamsatólgi og kartöflumús, bleikjutarta, djúpsteiktar gellur, pönnusteiktan steinbít, kaldreykta bleikju, auk karfa- og þorskrétta.

Fannar Vernharðsson

Mikil ánægja ríkti með þetta framtak bæði af hálfu forsvarsmanna Transgourmet og gesta sem sóttu viðburðinn. Nú þegar hafa borist fyrirspurnir frá nokkrum aðilum sem vilja nota efni frá IRF og Iceland Responsible Fisheries upprunamerkið í kynningarstarfi sínu í þýskum smásöluverslunum.

Fannar Vernharðsson

Fannar Vernharðsson

Markaðsstarf á erlendum mörkuðum er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska fiskinn en það kostar líka sitt, og þá sérstaklega ef nálgast á neytendur. Með því að fara í samstarf við aðila sem eru þegar á markaðinum og vilja hampa íslenskum vörum er ýmislegt áunnið. Þetta hefur verið gert í þorskverkefninu í Suður-Evrópu og núna í auknum mæli í Þýskalandi. Með þessum hætti má komast í bein tengsl við neytendur og standa vonir til þess að hægt verði að koma slíku kynningarstarfi við á fleiri mörkuðum sem eru mikilvægir fyrir íslenskar fiskafurðir.

Myndir: islandsstofa.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið