Viðtöl, örfréttir & frumraun
Falinn fjársjóður í Skaftafelli
Hér um daginn var ég á ferð um Suðurlandið sem er svo sem ekki í frásögu færandi. Ég hafði ekki farið austur lengi eða ekki eftir að ferðamannaflóðið mikla skall á, þannig að ég var spenntur og forvitinn að sjá breytingarnar.
Eins og alþjóð veit þá hafa sprottið upp fjöldi veitingastaða við þjóðveginn og eðli málsins samkvæmt nokkuð misjafnir af gæðum en ég ætla ekki að að dæma um þá hér.
Áfram standa nú samt uppi örfáir gamlir áningastaðir sem lítið hefur verið hirt um að uppfæra og er góðir sögulegir minnisvarðar um hvað ferðalangar máttu sætta sig við fyrirekki svo löngu síðan.
Sem betur fer hefur ýmislegt breyst og flest til batnaðar.
Endalaus umferð
Hvert sem litið er var fólk og smábílar á ferð. Öll bílastæði full og ekki neinir kúkandi túristar né heldur neinir að skera lömb við trog í vegakantinum, var ég nú samt á varðbergi.
Efalaust eru þetta að stofni til flest indælasta fólk sem er komið til að njóta sumarleyfi á ókunnum slóðum svipað og við gerum sjálf erlendis.
Ég verð að segja að ég dáist örlítið af þessum ferðamönnum því fyrir mig innfæddan launamann er verðlagið svo hátt og sligandi að ég hef varla efni á að ferðast innanlands sem er bagalegt. Bensínið er eitt en ég ek reyndar um á drykkfelldum fjallabíl og síðan er það maturinn sem er stóri hausverkurinn.
Tilfinningin mín er líka að ferðamönnunum sé hrúgað saman á sömu staðina. Ekki mjög langt frá gististöðunum því þegar komið var norður fyrir Höfn var ekkert að gerast.
Gamalt hræ á sandinum
Gamalt flugvéla hræ af sundurskotinn (af gæsaskyttum) flutningavél langt úti á eyðisandi sem ameríski herinn hefði átt að hreinsa upp eftir sig er orðin „áhugaverður“ áfangastaður. Það sem fólk leggur á sig með langri göngu yfir gljúpan sandinn til að skoða herlegheitin er aðdáunarvert. Ég efast um að öllum finnist þetta áhugavert.
En það er margt áhugavert að skoða og upplifa á Suðurlandi. Það að sjá allar þessar einbreiðu brýr á á þjóðvegi 1 er mjög spennandi og rifja upp gamla tíma þegar allar brýr voru einbreiðar.
Það var einnig feikna spennandi og fróðlegt að sjá hvernig fólk áttaði sig ekki á því hvernig átti að fara yfir einbreiðar brýr og einnig hvernig aðrir tróðust sér áfram og yfir þvert á allar gildandi „reglur“.
Þetta á eftir að enda með einhverju tjóni. Að sjálfsögðu voru ekki leiðbeiningar að sjá hvernig átti að fara yfir og hver áttu „réttinn“.
Perla íslands
En svo komu við í Skaftafell í sjálfan Vatnajökuls þjóðgarðinn. Perlu Íslands og sem er inngangurinn að því fínasta og sem við höfum upp á að bjóða. Sjálf stássstofan.
Þarna var mikið af fólki, ekki ósvipuð stemming og á útihátíð svo mikil var nú mannmergðin. Það ver ekkert grín að finna bílastæði. Ég tók einn hring um bílastæðið og sá í gegnum móðugar rúðurnar á þjónustubyggingin að þar var allt pakkað af blautum ferðamönnum. Svo ekki fórum við þangað.
Víðförul ferðalangur
Við áttum bara eitt erindi í Skaftafell en ferðafélagi minn sem er víðförul kona hafði sagt mér að þar væri staðsettur matarvagn sem væri eitt best geymda leyndarmál hringvegsins. Þá á ég nú við hvað mat varðar því efalaust eru þau mörg leyndarmál við þjóðveginn, bæði góð og slæm.
Hún hefði komið þarna fyrir ekki svo mörgum árum og þá hefði vagninn verið í fullum rekstri og maturinn verið algjört lostæti. En hún bara vissi ekki hvort vagninn væri þarna enn og mundi nú ekki alveg hvar hann hafði verið staðsettur.
Við vorum eiginlega hætt að leita en fyrir tilviljun þá fannst gersemin og þarna stóð stór og glæsilegur matarvagn hálf falin á bak við runna fyrir innan innganginn að tjaldstæðinu.
Falin perla
Ég fékk það á tilfinningunni að vagninum væri þarna komið fyrir svo að hann sæist nú ábyggilega ekki frá bílastæðinu og hugsanlega gætið dregið til sína hungraða ferðamenn sem annars leituðu í þjónustumiðstöðinni. En svona er frjálsa samkeppnin. Hvað veit ég.
Þetta er glæsilegur vagn eins og sést á myndunum og ég verð að segja að þegar okkur bar að garði um nónleitið var eins og verið hafi verið að opna. Ég hef sjaldan eða aldrei sé eldhús jafn þrifalegt á miðjum vinnudegi eins og þarna. Alveg til háborinnar fyrirmyndar, einu orði sagt.
Þarna ræður ríkjum Stefán Þór matreiðslumeistari með meiru og honum til aðstoðar þennan daginn var Óli Björn. Við Stefán höfðum unnið saman fyrir nokkrum árum síðan og vorum svona málkunnugir sem reyndar kom ekki í ljós fyrr en nokkru seinna. Báðir greinilega nokkuð ómannglöggir eða aldurinn ekki farið mjúkum höndum um okkur.
Okkur ferðalöngunum langaði til að smakka á sem flestu af matseðlinum enda stuttur og spennandi seðil sem að sjálfsögðu var ekkert mál og fengum við bara aðeins minni skammta.
Strembin útgerð
Stefán Þór sagði að þetta væri nokkuð strembin útgerð hjá þeim í Skaftafelli en það er gert út frá Hornafirði. Þeir hafa þó gistiaðstöðu á tjaldstæðinu. Það er langt að sækja alla aðdrætti en þeir vilja hafa allan fisk ferskan og humarsúpuna gera þeir sjálfir úr eigin soði og allt er lagað niður á Höfn. En með góðum vilja gengi þetta allt vel og hann lét bara bærilega af sér.
Sumarið hefði verið blautt og endalausar rigningar sagði Óli Björn okkur um leið og hann vippaði sér út til að þurrka borðin og þerraði bekkina en það virtist vera fastir liður að leið og það stytti upp þá var allt þerrað fyrir væntanlega gesti.
Matseðilinn er einfaldur en alveg aldeilis frábær en ég læt myndirnar segja restina. Get bara að loku sagt það að það er vel þess virði að stoppa í Skaftafelli og fá sér góðan snæðing.
Lifið heil
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa