Frétt
FÆÐA/FOOD kemur út í þriðja sinn
Sérritið árlega FÆÐA/FOOD 2018 er komið út en það er eins og áður sneisafullt af umfjöllunum um íslenska matarmenningu í víðu og frumlegu samhengi. Þetta er í þriðja skiptið sem FÆÐA/FOOD kemur út en það er gefið út af sjálfstæðu útgáfunni Í boði náttúrunnar. Blaðið er bæði á íslensku og ensku.
Gestaritstjóri að þessu sinni er Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís og stofnandi og fyrrverandi eigandi bændamarkaðarins Frú Laugu.
Efnistök ritsins eru fjölbreytt en sjálfbærni í kringum mat og matarmenningu er það sem Rakel leggur sérstaka áherslu á.
Blaðið inniheldur m.a.:
- Viðtal við kokkinn Rúnar Marvinsson
- umfjöllun um íslensk fjallagrös
- viðtal við eigendur elstu veitingastaða Reykjavíkur
- umfjöllun um íslensku pylsuna
- viðtal við 101 árs Íslending um hennar matarvenjur í gegnum árin og listrænt samstarf ljósmyndarans Sögu Sigurðardóttur og kokksins Kjartans Óla Guðmundssonar, en forsíðumyndin að þessu sinni kemur úr því samstarfi.
Þá er sérstakur kaffikafli þar sem má m.a. sjá umfjöllun um íslenska kaffimenningu hér áður fyrr, hvernig best sé að spá í bolla, örnámskeið í froðugerð og viðtal við kaffigúrúinn Sonju Björk Grant. Í tilefni þessarar þriðju útgáfu af FÆÐA/FOOD hefur jafnframt verið opnuð sérstök vefsíða fyrir blaðið, bæði á íslensku og ensku á vefslóðinni: www.icelandicfood.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla