Keppni
Eyjólfur sigraði í keppninni Brauð ársins 2024
Eyjólfur Hafsteinsson hjá Bakarameistaranum sigraði í keppninni Brauð ársins 2024.
Landsamband bakarameistara stóð fyrir keppni um brauð ársins 2024. Sjö frábærar brauðtegundir kepptu til úrslita í keppninni en brauð Eyjólfs Hafsteinssonar, bakarameistara, fór með sigur af hólmi.
Brauð ársins 2024 er súdeigsbrauð sem samanstendur af íslensku byggi frá Móður Jörð og spíruðu rúgkorni, sesamfræjum og chiagraut. Að mati dómnefndar er Brauð ársins einstaklega mjúkt og bragðmikið með brakandi skorpu. Að þessu sinni skipuðu þau Árni Þorvarðarson, bakarameistara og deildarstjóra bakariðnar hjá MK, Berglindi Festival Pétursdóttir, fjölmiðlakona og brauðunnandi og Sjöfn Þórðardóttir, blaðamaður hjá MBL.is dómnefnd og var einróma í áliti sínu.
Brauð ársins fer í sölu á fimmtudaginn í bakaríum Landssambands bakarameistara.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta