Keppni
Eyjólfur sigraði í keppninni Brauð ársins 2024
Eyjólfur Hafsteinsson hjá Bakarameistaranum sigraði í keppninni Brauð ársins 2024.
Landsamband bakarameistara stóð fyrir keppni um brauð ársins 2024. Sjö frábærar brauðtegundir kepptu til úrslita í keppninni en brauð Eyjólfs Hafsteinssonar, bakarameistara, fór með sigur af hólmi.
Brauð ársins 2024 er súdeigsbrauð sem samanstendur af íslensku byggi frá Móður Jörð og spíruðu rúgkorni, sesamfræjum og chiagraut. Að mati dómnefndar er Brauð ársins einstaklega mjúkt og bragðmikið með brakandi skorpu. Að þessu sinni skipuðu þau Árni Þorvarðarson, bakarameistara og deildarstjóra bakariðnar hjá MK, Berglindi Festival Pétursdóttir, fjölmiðlakona og brauðunnandi og Sjöfn Þórðardóttir, blaðamaður hjá MBL.is dómnefnd og var einróma í áliti sínu.
Brauð ársins fer í sölu á fimmtudaginn í bakaríum Landssambands bakarameistara.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






