Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eyjamenn senda höfuðborgarbúum drykkjarföng
Í ljósi frétta af fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatni höfuðborgarsvæðissins hefur brugghúsið The Brothers Brewery ákveðið að bregðast við og senda drykkjarföng á höfuðborgarsvæðið. Telja eigendur The Brothers Brewery að með þessu séu þeir að létta undir með höfuðborgarbúum enda með öllu ótækt að sjóða þurfi drykkjarvöru þeirra á meðan þetta ástand gengur yfir.
Í tilkynningu segir að á bóndadaginn sem er næstkomandi föstudag hefst sala á þorrabjórum í Vínbúðunum og er 23.01.73 fyrsti bjór The Brothers Brewery sem kemur í sölu í Vínbúðunum. The Brothers Brewery hefur haft framleiðsluleyfi í um tvö ár og hingað til eingöngu þjónað eyjamönnum og örfáum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu hingað til. The Brothers Brewery vann á sínu fyrsta starfsári til verðlauna með bjór ársins á bjórhátíðinni á Hólum með sjómannabjórinn Togarann og á síðasti ári fékk brugghúsið 2.verðlaun fyrir tunnuþroskaðann Surtsey á sömu hátíð.
Nafnið á bjórnum kemur til af upphafi eldgossins á Heimey 23.janúar 1973 en í næstu viku eru 45 ár liðin frá upphafi eldgossins. Með þessu nafni vilja eigendur The Brothers Brewery tileinka bjórnum öllum þeim eyjamönnum sem fluttu til eyja aftur eftir gos og byggðu upp það samfélag sem Vestmannaeyjar er í dag. 23.01.73 er dökkur bjór með skírskotun í öskuna sem fyllti bæinn á meðan á eldgosinu stóð.
Höfuðborgarbúar geta verslað 23.01.73 í Vínbúðunum í Skútuvogi, Heiðrúnu, Kringlunni, Skeifunni, Dalvegi, Hafnarfirði og einnig eiga Akureyringar og Vestmannaeyingar möguleika að versla bjórinn í sínum Vínbúðunum.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun