Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eyjamenn senda höfuðborgarbúum drykkjarföng
Í ljósi frétta af fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatni höfuðborgarsvæðissins hefur brugghúsið The Brothers Brewery ákveðið að bregðast við og senda drykkjarföng á höfuðborgarsvæðið. Telja eigendur The Brothers Brewery að með þessu séu þeir að létta undir með höfuðborgarbúum enda með öllu ótækt að sjóða þurfi drykkjarvöru þeirra á meðan þetta ástand gengur yfir.
Í tilkynningu segir að á bóndadaginn sem er næstkomandi föstudag hefst sala á þorrabjórum í Vínbúðunum og er 23.01.73 fyrsti bjór The Brothers Brewery sem kemur í sölu í Vínbúðunum. The Brothers Brewery hefur haft framleiðsluleyfi í um tvö ár og hingað til eingöngu þjónað eyjamönnum og örfáum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu hingað til. The Brothers Brewery vann á sínu fyrsta starfsári til verðlauna með bjór ársins á bjórhátíðinni á Hólum með sjómannabjórinn Togarann og á síðasti ári fékk brugghúsið 2.verðlaun fyrir tunnuþroskaðann Surtsey á sömu hátíð.
Nafnið á bjórnum kemur til af upphafi eldgossins á Heimey 23.janúar 1973 en í næstu viku eru 45 ár liðin frá upphafi eldgossins. Með þessu nafni vilja eigendur The Brothers Brewery tileinka bjórnum öllum þeim eyjamönnum sem fluttu til eyja aftur eftir gos og byggðu upp það samfélag sem Vestmannaeyjar er í dag. 23.01.73 er dökkur bjór með skírskotun í öskuna sem fyllti bæinn á meðan á eldgosinu stóð.
Höfuðborgarbúar geta verslað 23.01.73 í Vínbúðunum í Skútuvogi, Heiðrúnu, Kringlunni, Skeifunni, Dalvegi, Hafnarfirði og einnig eiga Akureyringar og Vestmannaeyingar möguleika að versla bjórinn í sínum Vínbúðunum.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins







